Frakkar í úrslit eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 18:43 Elohim Prandi reyndist hetja Frakka og skaut þeim í framlengingu. Christof Koepsel/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. Frakkar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti þegar liðið skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 4-4 í 10-4 á stuttum kafla. Franska liðið náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11. Það bjuggust líklega flestir við því að brekkan væri orðin heldur brött fyrir Svíana, en sænska liðið mætti af miklum krafti í síðari hálfleikinn. Sænska liðið skoraði sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 18-18. Franska liðið náði þó þriggja marka forystu á ný, en Svíar jöfnuðu fljótt aftur og náðu forystunni í stöðunni 22-23 þegar um tíu mínútur voru eftir. Svíar héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks og virtust vera að vinna gríðarlega sterkan eins marka sigur, 26-27. Boltinn var hins vegar dæmdur af Jim Gottfridsson á lokasekúndunum og Frakkar fengu einn séns til að jafna metin. Þeir fengu aukakast þegar tíminn var runninn út sem Elohim Prandi tók og hann náði að koma boltanum framhjá veggnum, í slána og þaðan fór hann í netið. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 27-27 og því þurfti að grípa til framlegningar til að skera úr um sigurvegara. Prandi sends us to Extra Time with a rocket!! pic.twitter.com/9LVn8GIfcw— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 26, 2024 Í framlengingunni reyndust Frakkar mun sterkari og þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fyrri hálfleik hennar lauk, 30-28. Franska liðið náði svo fjögurra marka forystu þegar um tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30. Frakkar eru þar með á leið í úrslit EM þar sem liðið mætir annað hvort Danmörku eða Þýskalandi næsta sunnudag. Svíar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um bronsið. EM 2024 í handbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Frakkar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti þegar liðið skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 4-4 í 10-4 á stuttum kafla. Franska liðið náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11. Það bjuggust líklega flestir við því að brekkan væri orðin heldur brött fyrir Svíana, en sænska liðið mætti af miklum krafti í síðari hálfleikinn. Sænska liðið skoraði sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 18-18. Franska liðið náði þó þriggja marka forystu á ný, en Svíar jöfnuðu fljótt aftur og náðu forystunni í stöðunni 22-23 þegar um tíu mínútur voru eftir. Svíar héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks og virtust vera að vinna gríðarlega sterkan eins marka sigur, 26-27. Boltinn var hins vegar dæmdur af Jim Gottfridsson á lokasekúndunum og Frakkar fengu einn séns til að jafna metin. Þeir fengu aukakast þegar tíminn var runninn út sem Elohim Prandi tók og hann náði að koma boltanum framhjá veggnum, í slána og þaðan fór hann í netið. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 27-27 og því þurfti að grípa til framlegningar til að skera úr um sigurvegara. Prandi sends us to Extra Time with a rocket!! pic.twitter.com/9LVn8GIfcw— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 26, 2024 Í framlengingunni reyndust Frakkar mun sterkari og þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fyrri hálfleik hennar lauk, 30-28. Franska liðið náði svo fjögurra marka forystu þegar um tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30. Frakkar eru þar með á leið í úrslit EM þar sem liðið mætir annað hvort Danmörku eða Þýskalandi næsta sunnudag. Svíar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um bronsið.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira