Alls eru þrír Íslendingar á mála hjá Fortuna eftir að Lára Kristín Pedersen gekk í raðir félagsins á dögunum. Hildur Antonsdóttir var þó sú eina sem byrjaði leik liðsins í dag.
María kom inn af bekknum þegar rúm klukkustund var liðin en þá var staðan enn markalaus. Ajax komst yfir á 73. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði María metin eftir undirbúning hinnar belgísku Tessu Wullaert.
+ 1 for Maria pic.twitter.com/XBiJ6nHBwH
— Fortuna Vrouwen (@FortunaVrouwen) January 27, 2024
Stutt síðar kom Lára Kristín inn fyrir Hildi en mörkin urðu ekki fleiri og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Um var að ræða fyrsta leik Láru Kristínar fyrir félagið og var því fagnað með nokkrum myndum á samfélagsmiðlum Fortuna.
Debut pic.twitter.com/WPkcZN9FbV
— Fortuna Vrouwen (@FortunaVrouwen) January 27, 2024
Fortuna er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 23 stig, á meðan Ajax er sæti ofar með 27 stig. Twente er svo á toppnum með 36 stig.