Saga um sebrahest Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 11:30 Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun