Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2024 13:01 Janúar útsölurnar ráða miklu um hjöðnun verðbólgunnar frá því í desember. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. Verðbólga hefur minnkað um eitt prósentustig frá því í desember þegar hún var 7,7 prósent. Verðbólga var undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans allt frá árinu 2014 til haustsins 2020 þegar hún tók að aukast og hefur verið yfir markmiðinu frá því í júní 2020. Hún fór í fyrsta skipti yfir fimm prósent ídesember 2021 og jókst hratt eftir það og varð mest 10,2 prósent í febrúar í fyrra. Í fyrra vor og fram á sumar hjaðnaði verðbólgan töluvert en undanfarna mánuði hefur hún verið í kringum átta prósent. Eins prósenta lækkun nú niður í 6,7 prósent sætir því nokkrum tíðindum. Helsta skýring Hagstofunnar á hjöðnun verðbólgunnar frá því í desember eru janúarútsölurnar með lækkun á verði fatnaðar og skófatnaðar um 9,2 prósent og lækkun á verði flugfargjalda um 11,4 prósent. Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA segir hjönun verðbólgunar jákvæðar fréttir inn í yfirstandandi kjaraviðræður.SA Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta jákvæðar fréttir inn í yfirstandandi kjaraviðræður. „Já, vissulega. Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir meiri verðbólgu. Þannig að þetta voru mjög jákvæðar fréttir,“ segir Anna Hrefna. Vonandi haldi þessi þróun áfram með jákvæðum áhrifum á gerðkjarasamninga og vonandi væru verðbólguvæntingar einnig að minnka. Fyrsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans á þessu ári er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. febrúar. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. nóvember hélt bankinn meginvöxtum sínum óbreyttum meðal annars til að gefa aðilum vinnumarkaðarins svigrúm til kjaraviðræðna. Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og fulltrúar SA funduðu síðast hjá ríkissáttasemjara sl. fimmtudag.Stöð 2/Sigurjón Það kólnaði hins vegar í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku sem hafa ekki fundað frá því á fimmtudag. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur þó kallað til fundar á morgun. „Ég bara leyfi mér að vona að það komi allir jákvæðir inn á þennan fund. Ekki síst í ljósi þessara jákvæðu frétta. Það er auðvitað alltaf markmiðið og við erum að sjálfsögðu til í að eiga jákvætt og gott samtal við þau,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir. Það væri hins vegar erfitt að spá fyrir um hvenær deiluaðilar næðu það langt að landi að þeir geti kynnt einhverja niðurstöðu fyrir stjórnvöldum til að kanna hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir samningum. Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Breiðfylkingin og SA boðuð til fundar í Karphúsinu Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á milli breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu. 30. janúar 2024 06:47 Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. 29. janúar 2024 18:25 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Verðbólga hefur minnkað um eitt prósentustig frá því í desember þegar hún var 7,7 prósent. Verðbólga var undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans allt frá árinu 2014 til haustsins 2020 þegar hún tók að aukast og hefur verið yfir markmiðinu frá því í júní 2020. Hún fór í fyrsta skipti yfir fimm prósent ídesember 2021 og jókst hratt eftir það og varð mest 10,2 prósent í febrúar í fyrra. Í fyrra vor og fram á sumar hjaðnaði verðbólgan töluvert en undanfarna mánuði hefur hún verið í kringum átta prósent. Eins prósenta lækkun nú niður í 6,7 prósent sætir því nokkrum tíðindum. Helsta skýring Hagstofunnar á hjöðnun verðbólgunnar frá því í desember eru janúarútsölurnar með lækkun á verði fatnaðar og skófatnaðar um 9,2 prósent og lækkun á verði flugfargjalda um 11,4 prósent. Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA segir hjönun verðbólgunar jákvæðar fréttir inn í yfirstandandi kjaraviðræður.SA Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta jákvæðar fréttir inn í yfirstandandi kjaraviðræður. „Já, vissulega. Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir meiri verðbólgu. Þannig að þetta voru mjög jákvæðar fréttir,“ segir Anna Hrefna. Vonandi haldi þessi þróun áfram með jákvæðum áhrifum á gerðkjarasamninga og vonandi væru verðbólguvæntingar einnig að minnka. Fyrsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans á þessu ári er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. febrúar. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. nóvember hélt bankinn meginvöxtum sínum óbreyttum meðal annars til að gefa aðilum vinnumarkaðarins svigrúm til kjaraviðræðna. Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og fulltrúar SA funduðu síðast hjá ríkissáttasemjara sl. fimmtudag.Stöð 2/Sigurjón Það kólnaði hins vegar í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku sem hafa ekki fundað frá því á fimmtudag. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur þó kallað til fundar á morgun. „Ég bara leyfi mér að vona að það komi allir jákvæðir inn á þennan fund. Ekki síst í ljósi þessara jákvæðu frétta. Það er auðvitað alltaf markmiðið og við erum að sjálfsögðu til í að eiga jákvætt og gott samtal við þau,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir. Það væri hins vegar erfitt að spá fyrir um hvenær deiluaðilar næðu það langt að landi að þeir geti kynnt einhverja niðurstöðu fyrir stjórnvöldum til að kanna hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir samningum.
Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Breiðfylkingin og SA boðuð til fundar í Karphúsinu Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á milli breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu. 30. janúar 2024 06:47 Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. 29. janúar 2024 18:25 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Breiðfylkingin og SA boðuð til fundar í Karphúsinu Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á milli breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu. 30. janúar 2024 06:47
Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. 29. janúar 2024 18:25
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11