Hagnaður Landsbankans 33 milljarðar á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2024 12:32 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. segir bankann vera vel fjármagnaðan og kostnaðarhlutfallið með því lægsta sem gerist í bankaþjónustu. Vísir Hagnaður Landsbankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta og var arðsemi eiginfjár 11,6 prósent. Bankaráð hyggst leggja til við aðalfund bankans að bankinn greiði 16,5 milljarða króna í arð á árinu 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum, en til samanburðar nam hagnaðurinn 17 milljarðar króna árið 2022. Helstu atriði úr rekstri og efnahag árið 2023 Rekstur: Hagnaður á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 17,0 milljarða króna á árinu 2022. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 11,6% samanborið við 6,3% arðsemi árið áður. Hreinar vaxtatekjur námu 57,6 milljörðum króna á árinu 2023 samanborið við 46,5 milljarða króna á árinu 2022. Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna var 3,0% árið 2023 samanborið við 2,7% árið 2022. Hreinar þjónustutekjur námu 11,2 milljörðum króna á árinu 2023 samanborið við 10,6 milljarða króna á árinu 2022. Aðrar rekstrartekjur voru jákvæðar um 5,1 milljarð króna en voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna árið 2022. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 3,1 milljarð króna árið 2023 samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 2,5 milljarða króna árið 2022. Laun og launatengd gjöld námu 15,9 milljörðum króna á árinu 2023, samanborið við 14,5 milljarða króna árið áður. Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og tengdum gjöldum nam 12,4 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða króna árið 2022. Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) var 33,7% árið 2023 samanborið við 46,8% árið 2022. Tekjuskattur á árinu 2023 nam 12,4 milljörðum króna samanborið við 10,4 milljarða króna á árinu 2022. Meðalstöðugildi ársins voru 849 en voru 843 árið 2022. Stöðugildi í árslok 2023 voru 817. Efnahagur: Eigið fé í árslok 2023 var 303,8 milljarðar króna, sem er 24,7 milljörðum krónum hærra en í árslok 2022. Á árinu 2023 greiddi Landsbankinn 8,5 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall bankans (e. total capital ratio) í lok árs 2023 var 23,6% en var 24,7% í lok árs 2022. Það er verulega umfram 20,2% eiginfjárkröfu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Heildareignir bankans námu 1.961 milljarði króna í lok árs 2023 og hækkuðu um 9,7% á milli ára. Útlán jukust um 5,6% á milli ára, eða um 86,5 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 29 milljarða króna og útlán til fyrirtækja jukust um 63 milljarða króna, en vegna gengisáhrifa að fjárhæð 5,5 milljarð króna er heildaraukning um 58 milljarða króna. Innlán viðskiptavina jukust um 8,3% á árinu 2023, eða um 80,7 milljarða króna. Innlán frá fjármálafyrirtækjum námu 30,0 milljörðum í árslok 2023. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 181% í lok árs 2023 samanborið við 134% í lok árs 2022. Á árinu 2023 hækkaði liðurinn eignir til sölu um 353 milljónir króna. Heildarvanskil fyrirtækja og heimila voru 0,3% af útlánum í árslok 2023 samanborið við 0,2% í árslok 2022. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Bankinn vel fjármagnaður Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að bankinn hafi skilað traustri afkomu á árinu 2023. Bankinn sé vel fjármagnaður, kostnaðarhlutfallið sé með því lægsta sem gerist í bankaþjónustu í heiminum og bankinn hafi sterka arðgreiðslugetu. „Góð afkoma var af öllum þáttum starfseminnar og arðsemi eiginfjár var 11,6% sem er umfram langtíma arðsemismarkmið bankans. Hærri ávöxtun á lausafé, viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum, útlánaaukning og breytt samsetning efnahags eru meginskýringarnar á auknum hagnaði frá fyrra ári. Það er ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir hátt vaxtastig á landinu helst vaxtamunur heimila stöðugur. Traustur rekstur til margra ára og kröftug stefna sem snýst um að einfalda viðskiptavinum lífið hefur breytt bankanum. Við erum einstaklega stolt af því að fimmta árið í röð var Landsbankinn efstur á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni. Viðskiptavinum hélt áfram að fjölga og mælist markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði nú 40,5%, hærri en nokkru sinni fyrr. Mikil ánægja er með Landsbankaappið og aðrar stafrænar lausnir. Viðskiptavinir kunna líka vel að meta að hjá okkur getur þú fengið ráðgjöf og aðstoð í 35 útibúum og afgreiðslum um allt land, auk þess að hafa aðgang að einstaklega öflugu Þjónustuveri. Við höfum gert starfsfólki í útibúum um allt land kleift að veita ráðgjöf og þjónustu í gegnum síma, tölvupóst og á fjarfundum, óháð búsetu viðskiptavina. Með þessu styrkjum við starfsemina um allt land, jöfnum álag og aukum þjónustuna en sem dæmi má nefna að á árinu 2023 sáu útibú á landsbyggðinni um rúmlega 80% af allri ráðgjöf sem var veitt á fjarfundum og 70% af ráðgjöf sem var veitt í gegnum síma,“ segir Lilja Björk. 3.600 íbúðir Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi stutt vel við Grindvíkinga í þeirri óvissu sem ríki vegna áframhaldandi jarðhræringa og eldgosahættu. „Það sýndi sig hversu gott er að hafa traust net af frábærum ráðgjöfum þegar bankinn hafði samband við alla viðskiptavini sína í Grindavík sem voru með íbúðalán og aðstoðaði þá við að nýta sér úrræði um greiðsluskjól og niðurfellingu vaxta og verðbóta. Bankinn er sterkur á fyrirtækjamarkaði og leiðandi á mörgum sviðum, m.a. sjávarútvegi og á byggingarmarkaði. Nú eru um 3.600 íbúðir í byggingu sem eru fjármagnaðar af bankanum en samkvæmt okkar mati samsvarar það um helmingi af öllum yfirstandandi byggingarframkvæmdum. Árið var mjög gott hjá fyrirtækjaráðgjöf bankans og færsluhirðing Landsbankans hefur fengið frábærar viðtökur síðan þjónustunni var hleypt af stokkunum árið 2022. Við munum áfram leggja áherslu á að auka þjónustuframboð bankans og fjölga tekjustofnum. Bankinn er leiðandi í að opna bankakerfið í samræmi við PSD2-löggjöfina sem ætlað er að stuðla að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði. Viðskiptavinir njóta þessa tæknilega forskots meðal annars með því að í Landsbankaappinu er nú hægt að framkvæma aðgerðir sem eru hvergi í boði annars staðar. Þróunin heldur áfram og fljótlega munum við kynna nýjungar sem munu gera lántöku og endurfjármögnun íbúðalána enn einfaldari. Vel heppnuð skuldabréfaútgáfa bankans á árinu sýnir að bankinn nýtur mikils trausts á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum. Nýjasta græna skuldabréfaútgáfa bankans, þar sem eftirspurn var fimmföld, heppnaðist einstaklega vel og er nú hátt í 50% af erlendri fjármögnun bankans græn. Óvissa í efnahagslífinu hefur síst minnkað á síðustu mánuðum. Öll finnum við fyrir áhrifum af þrálátri verðbólgu og háum vöxtum, sem einnig þyngja róður fyrirtækja í auknum mæli. Í því ljósi er ánægjulegt að sjá að auknar kröfur til fjármálafyrirtækja hafa ekki leitt til aukins kostnaðar við bankaþjónustu. Þvert á móti er margra ára vinna við að einfalda og gera starfsemi bankans skilvirkari að skila bankanum einu lægsta kostnaðarhlutfalli sem sést í bankarekstri í heiminum. Þetta hefur meðal annars stuðlað að því að vaxtamunur heimila hefur lækkað. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að vaxandi efnahagsreikningur gerir bankanum kleift að veita stærstu fyrirtækjum landsins samkeppnishæf kjör og þjónustu. Þannig styðjum við kröftugt efnahagslíf á Íslandi og áframhaldandi verðmætasköpun sem er undirstaða lífskjara hér á landi. Landsbankinn er traustur banki fyrir farsæla framtíð og ætlar að vera áfram í fararbroddi í bankaþjónustu á Íslandi,“ er haft eftir Lilju Björk. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum, en til samanburðar nam hagnaðurinn 17 milljarðar króna árið 2022. Helstu atriði úr rekstri og efnahag árið 2023 Rekstur: Hagnaður á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 17,0 milljarða króna á árinu 2022. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 11,6% samanborið við 6,3% arðsemi árið áður. Hreinar vaxtatekjur námu 57,6 milljörðum króna á árinu 2023 samanborið við 46,5 milljarða króna á árinu 2022. Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna var 3,0% árið 2023 samanborið við 2,7% árið 2022. Hreinar þjónustutekjur námu 11,2 milljörðum króna á árinu 2023 samanborið við 10,6 milljarða króna á árinu 2022. Aðrar rekstrartekjur voru jákvæðar um 5,1 milljarð króna en voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna árið 2022. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 3,1 milljarð króna árið 2023 samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 2,5 milljarða króna árið 2022. Laun og launatengd gjöld námu 15,9 milljörðum króna á árinu 2023, samanborið við 14,5 milljarða króna árið áður. Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og tengdum gjöldum nam 12,4 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða króna árið 2022. Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) var 33,7% árið 2023 samanborið við 46,8% árið 2022. Tekjuskattur á árinu 2023 nam 12,4 milljörðum króna samanborið við 10,4 milljarða króna á árinu 2022. Meðalstöðugildi ársins voru 849 en voru 843 árið 2022. Stöðugildi í árslok 2023 voru 817. Efnahagur: Eigið fé í árslok 2023 var 303,8 milljarðar króna, sem er 24,7 milljörðum krónum hærra en í árslok 2022. Á árinu 2023 greiddi Landsbankinn 8,5 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall bankans (e. total capital ratio) í lok árs 2023 var 23,6% en var 24,7% í lok árs 2022. Það er verulega umfram 20,2% eiginfjárkröfu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Heildareignir bankans námu 1.961 milljarði króna í lok árs 2023 og hækkuðu um 9,7% á milli ára. Útlán jukust um 5,6% á milli ára, eða um 86,5 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 29 milljarða króna og útlán til fyrirtækja jukust um 63 milljarða króna, en vegna gengisáhrifa að fjárhæð 5,5 milljarð króna er heildaraukning um 58 milljarða króna. Innlán viðskiptavina jukust um 8,3% á árinu 2023, eða um 80,7 milljarða króna. Innlán frá fjármálafyrirtækjum námu 30,0 milljörðum í árslok 2023. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 181% í lok árs 2023 samanborið við 134% í lok árs 2022. Á árinu 2023 hækkaði liðurinn eignir til sölu um 353 milljónir króna. Heildarvanskil fyrirtækja og heimila voru 0,3% af útlánum í árslok 2023 samanborið við 0,2% í árslok 2022. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Bankinn vel fjármagnaður Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að bankinn hafi skilað traustri afkomu á árinu 2023. Bankinn sé vel fjármagnaður, kostnaðarhlutfallið sé með því lægsta sem gerist í bankaþjónustu í heiminum og bankinn hafi sterka arðgreiðslugetu. „Góð afkoma var af öllum þáttum starfseminnar og arðsemi eiginfjár var 11,6% sem er umfram langtíma arðsemismarkmið bankans. Hærri ávöxtun á lausafé, viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum, útlánaaukning og breytt samsetning efnahags eru meginskýringarnar á auknum hagnaði frá fyrra ári. Það er ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir hátt vaxtastig á landinu helst vaxtamunur heimila stöðugur. Traustur rekstur til margra ára og kröftug stefna sem snýst um að einfalda viðskiptavinum lífið hefur breytt bankanum. Við erum einstaklega stolt af því að fimmta árið í röð var Landsbankinn efstur á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni. Viðskiptavinum hélt áfram að fjölga og mælist markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði nú 40,5%, hærri en nokkru sinni fyrr. Mikil ánægja er með Landsbankaappið og aðrar stafrænar lausnir. Viðskiptavinir kunna líka vel að meta að hjá okkur getur þú fengið ráðgjöf og aðstoð í 35 útibúum og afgreiðslum um allt land, auk þess að hafa aðgang að einstaklega öflugu Þjónustuveri. Við höfum gert starfsfólki í útibúum um allt land kleift að veita ráðgjöf og þjónustu í gegnum síma, tölvupóst og á fjarfundum, óháð búsetu viðskiptavina. Með þessu styrkjum við starfsemina um allt land, jöfnum álag og aukum þjónustuna en sem dæmi má nefna að á árinu 2023 sáu útibú á landsbyggðinni um rúmlega 80% af allri ráðgjöf sem var veitt á fjarfundum og 70% af ráðgjöf sem var veitt í gegnum síma,“ segir Lilja Björk. 3.600 íbúðir Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi stutt vel við Grindvíkinga í þeirri óvissu sem ríki vegna áframhaldandi jarðhræringa og eldgosahættu. „Það sýndi sig hversu gott er að hafa traust net af frábærum ráðgjöfum þegar bankinn hafði samband við alla viðskiptavini sína í Grindavík sem voru með íbúðalán og aðstoðaði þá við að nýta sér úrræði um greiðsluskjól og niðurfellingu vaxta og verðbóta. Bankinn er sterkur á fyrirtækjamarkaði og leiðandi á mörgum sviðum, m.a. sjávarútvegi og á byggingarmarkaði. Nú eru um 3.600 íbúðir í byggingu sem eru fjármagnaðar af bankanum en samkvæmt okkar mati samsvarar það um helmingi af öllum yfirstandandi byggingarframkvæmdum. Árið var mjög gott hjá fyrirtækjaráðgjöf bankans og færsluhirðing Landsbankans hefur fengið frábærar viðtökur síðan þjónustunni var hleypt af stokkunum árið 2022. Við munum áfram leggja áherslu á að auka þjónustuframboð bankans og fjölga tekjustofnum. Bankinn er leiðandi í að opna bankakerfið í samræmi við PSD2-löggjöfina sem ætlað er að stuðla að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði. Viðskiptavinir njóta þessa tæknilega forskots meðal annars með því að í Landsbankaappinu er nú hægt að framkvæma aðgerðir sem eru hvergi í boði annars staðar. Þróunin heldur áfram og fljótlega munum við kynna nýjungar sem munu gera lántöku og endurfjármögnun íbúðalána enn einfaldari. Vel heppnuð skuldabréfaútgáfa bankans á árinu sýnir að bankinn nýtur mikils trausts á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum. Nýjasta græna skuldabréfaútgáfa bankans, þar sem eftirspurn var fimmföld, heppnaðist einstaklega vel og er nú hátt í 50% af erlendri fjármögnun bankans græn. Óvissa í efnahagslífinu hefur síst minnkað á síðustu mánuðum. Öll finnum við fyrir áhrifum af þrálátri verðbólgu og háum vöxtum, sem einnig þyngja róður fyrirtækja í auknum mæli. Í því ljósi er ánægjulegt að sjá að auknar kröfur til fjármálafyrirtækja hafa ekki leitt til aukins kostnaðar við bankaþjónustu. Þvert á móti er margra ára vinna við að einfalda og gera starfsemi bankans skilvirkari að skila bankanum einu lægsta kostnaðarhlutfalli sem sést í bankarekstri í heiminum. Þetta hefur meðal annars stuðlað að því að vaxtamunur heimila hefur lækkað. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að vaxandi efnahagsreikningur gerir bankanum kleift að veita stærstu fyrirtækjum landsins samkeppnishæf kjör og þjónustu. Þannig styðjum við kröftugt efnahagslíf á Íslandi og áframhaldandi verðmætasköpun sem er undirstaða lífskjara hér á landi. Landsbankinn er traustur banki fyrir farsæla framtíð og ætlar að vera áfram í fararbroddi í bankaþjónustu á Íslandi,“ er haft eftir Lilju Björk.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira