Ensku liðin ekki eytt jafn litlu síðan á farsóttartímabilinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 07:02 Radu Dragusin var dýrasti leikmaður janúargluggans á Englandi, en hann var keyptur til Tottenham fyrir tæplega 27 milljónir punda. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Lið í stærstu deildum Evrópu voru heldur róleg í tíðinni á síðasta degi félagsskiptagluggans í gær. Raunar hafa lið í ensku úrvalsdeildinni ekki eytt jafn litlu í janúarglugganum síðan árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði yfir. Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Sjá meira
Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Sjá meira