Spænski miðillinn El Desmarque hélt því fram á dögunum að Haaland væri ekki nógu sáttur í Manchester. Á vefnum kom fram að framherjinn þoldi ekki borgina og slæma veðrið sem henni fylgir og að hann væri opinn fyrir því að færa sig til Real Madrid í sumar.
Pep segir þó lítið til í þeim sögusögnum.
„Þið verðið að spyrja blaðamennina í Madríd hvort hann sé óánægður,“ sagði þjálfarinn. „Kannski vita þeir eitthvað meira en við.“
„Okkur líður ekki eins og hann sé óánægður Hann var það kannski af því hann gat ekki spilað,“ bætti Guardiola við, en Halland snéri nýverið aftur í leikmannahóp Manchester City eftir meiðsli.
„Hann var frá í tvo mánuði. En kannski vita fjölmiðlar á Spáni, sérstaklega í Madríd, meira en við.“
„Við stjórnum því ekki hvað fólk segir, en það sem er mikilvægast er að hann er ánægður. Ef hann verður óánægður þá getur hann tekið ákvörðun.“