Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 12:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira