Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 07:48 Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift nýtur fádæma vinsælda um þessar mundir. AP Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. Swift hlaut verðlaunin fyrir plötuna Midnights, en hún hafði áður verið jöfn þeim Stevie Wonder, Paul Simon og Frank Sinatra með samtals þrenn verðlaun fyrir plötu ársins. Swift tók við verðlaununum úr hendi söngkonunnar Celine Dion sem mætti óvænt eftir að hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu í kjölfar þess að hafa greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Fyrr um kvöldið hafði söngkonan Laufey Lín tekið við verðlaunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Crypto-höllinni í Los Angeles í 66. skipti. Tónlistarkonur voru sérstaklega áberandi á hátíðinni í gær þar sem Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Flowers og þá hlaut Billie Eilish verðlaunin í flokknum „Lag ársins“ fyrir lagið What Was I Made For? úr kvikmyndinni Barbie. Bandaríska söngkonan Victoria Monét hlaut verðlaunin fyrir Nýliði ársins og þá unnu tónlistarkonurnar SZA og sveitin Boygenius einnig til verðlauna á hátíðinni. Celine Dion birtist óvænt á hátíðinni í gærkvöldi.AP Þá vann rapparinn Killer Mike til þrennra verðlauna í flokkum rapptónlistar. Það varpaði þó skugga á kvöldið hjá honum að lögregla þurfti að hafa afskipti af honum vegna líkamsárásar baksviðs. Auk Laufeyjar var Ólafur Arnalds tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar. Söngkonurnar Tracy Chapman og Joni Mitchell voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem trópu upp og tóku lagið á milli verðlaunaafhendinga. Grammy-verðlaunin Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Swift hlaut verðlaunin fyrir plötuna Midnights, en hún hafði áður verið jöfn þeim Stevie Wonder, Paul Simon og Frank Sinatra með samtals þrenn verðlaun fyrir plötu ársins. Swift tók við verðlaununum úr hendi söngkonunnar Celine Dion sem mætti óvænt eftir að hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu í kjölfar þess að hafa greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Fyrr um kvöldið hafði söngkonan Laufey Lín tekið við verðlaunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Crypto-höllinni í Los Angeles í 66. skipti. Tónlistarkonur voru sérstaklega áberandi á hátíðinni í gær þar sem Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Flowers og þá hlaut Billie Eilish verðlaunin í flokknum „Lag ársins“ fyrir lagið What Was I Made For? úr kvikmyndinni Barbie. Bandaríska söngkonan Victoria Monét hlaut verðlaunin fyrir Nýliði ársins og þá unnu tónlistarkonurnar SZA og sveitin Boygenius einnig til verðlauna á hátíðinni. Celine Dion birtist óvænt á hátíðinni í gærkvöldi.AP Þá vann rapparinn Killer Mike til þrennra verðlauna í flokkum rapptónlistar. Það varpaði þó skugga á kvöldið hjá honum að lögregla þurfti að hafa afskipti af honum vegna líkamsárásar baksviðs. Auk Laufeyjar var Ólafur Arnalds tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar. Söngkonurnar Tracy Chapman og Joni Mitchell voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem trópu upp og tóku lagið á milli verðlaunaafhendinga.
Grammy-verðlaunin Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein