Þjóðarsátt Ásgerður Pálsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun