Hæstiréttur tekur eggjastokkamál fyrir Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2024 16:13 Hæstiréttur tekur málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Sjúkratryggingum Íslands áfrýjunarleyfi í máli sem snýr að læknamistökum þegar eggjastokkur konu var fjarlægður án hennar vitneskju. Sjúkratryggingar voru dæmdar til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur í Landsrétti. Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Með dómi Landsréttar var hins vegar fallist á kröfu konunnar um miskabætur. Í dóminum sagði að þar sem miskabætur samkvæmt skaðabótalögum væru ekki sérstaklega undanskildar í lögum um sjúklingatryggingu yrði að skýra ákvæðið svo að það tæki til miskabóta á grundvelli nefnds ákvæðis skaðabótalaga. Einnig væru uppfyllt saknæmisskilyrði þess ákvæðis. Byggðu á rangri túlkun Í ákvörðun Hæstaréttar um áfryjunarleyfi segir að Sjúkratryggingar hafi óskað eftir áfrýjunarleyfi þann 28. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá hafi Sjúkratryggingar byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt hafi Sjúkratryggingar byggt á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Fallist á að dómur gæti haft fordæmisgildi Að endingu hafi Sjúkratryggingar vísað til þess að niðurstaða málsins hefði verulegt almennt gildi um afgreiðslu bóta úr sjúklingatryggingum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Heilbrigðismál Dómsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Með dómi Landsréttar var hins vegar fallist á kröfu konunnar um miskabætur. Í dóminum sagði að þar sem miskabætur samkvæmt skaðabótalögum væru ekki sérstaklega undanskildar í lögum um sjúklingatryggingu yrði að skýra ákvæðið svo að það tæki til miskabóta á grundvelli nefnds ákvæðis skaðabótalaga. Einnig væru uppfyllt saknæmisskilyrði þess ákvæðis. Byggðu á rangri túlkun Í ákvörðun Hæstaréttar um áfryjunarleyfi segir að Sjúkratryggingar hafi óskað eftir áfrýjunarleyfi þann 28. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá hafi Sjúkratryggingar byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt hafi Sjúkratryggingar byggt á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Fallist á að dómur gæti haft fordæmisgildi Að endingu hafi Sjúkratryggingar vísað til þess að niðurstaða málsins hefði verulegt almennt gildi um afgreiðslu bóta úr sjúklingatryggingum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Heilbrigðismál Dómsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira