„Getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 19:12 Bjarni sagði það ekki slá sig vel að sjá börn mótmæla á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi. „Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira