Mannréttindi. Upplýsingaöflun lögreglu um einkamálefni manna Hreiðar Eiríksson skrifar 7. febrúar 2024 09:00 Með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er öllum sem staddir eru innan íslenskrar lögsögu tryggður réttur til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í 2. mgr. sömu greinar er mælt fyrir um að ekki megi gera tilteknar rannsóknaraðgerðir sem skerða friðhelgi einkalífs nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Á það meðal annars við um rannsókn á símtölum eða öðrum fjarskiptum. Þessu til viðbótar gilda ýmis strangari lagaákvæði sem vernda sérstaklega ýmis samskipti manna við sérfræðinga sem eðli máls samkvæmt bera þagnarskyldu um efni samskiptanna, svo sem lögmenn, sálfræðinga, presta, lækna o.fl. og eru slík ákvæði áþekk í flestum frjálslyndum lýðræðisríkjum. Lögin taka ekki mið af þróun síðustu ára varðandi það sem hægt er að kalla rafræna tilvist eintaklinga og því má halda fram með ágætum rökum að sá fátæklegi dómskaparréttur sem til er á þessu sviði eigi sér ekki sterkan lögfræðilegan grundvöll eins og tæknin hefur þróast. Trúnaðarmál skjólstæðinga lögmanns Í síðustu viku var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem virðist ekki hafa vakið mikla athygli né umræðu í samfélaginu. Málið varðaði kröfu lögreglustjóra um að fá að afrita farsíma lögmanns sem hafði stöðu sakbornings við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum verknaði. Formaður Lögmannafélags Íslands óskaði eftir því að vera viðstaddur fyrirtöku kröfunnar þar sem málið varðaði lögmann og farsíma hans en um slík tæki fara margvísleg samskipti sem trúnaður skal ríkja um. Mestur hluti þeirra er líklega óþekkta einstaklinga sem hafa eða kunna að hafa leitað til lögmannsins og átt við hann samskipti um persónuleg málefni sín með væntingum um að trúnaður ríkti um þau. Dómari hafnaði þeirri ósk með vísan til þess að þinghald í málum að þessu tagi væru lokuð. Ásælni í ótengdar persónuupplýsingar Við getum líklega öll verið sammála um að lögreglan verður að hafa svigrúm til að leita sönnunargagna sem kunna að vera í vörslu grunaðra manna. Það er því eðlilegt að lögregla leggi fyrir dómara kröfu um að fá aðgang að þeim rafrænum gögnum í snjalltækjum sakborninga sem kunna að tengjast þeim atvikum sem eru til rannsóknar. Það er hins vegar skylda og hlutverk dómarans að tryggja að mannréttindi séu virt. Dómarinn er bundinn af stjórnarskrárinnar sem er æðsta réttarheimild íslensks réttar. Hún eða hann þarf ekki aðeins að gæta þeirra almannahagsmuna sem fólgnir eru í því að lögreglu sé mögulegt að rannsaka mál sem varða ætlaða refsiverða háttsemi, heldur um leið að gæta þess að rannsóknarúrræði sem dómstóllinn heimilar verði ekki svo rúm að það ógni stjórnarskrárvörðum réttindum einstaklinga og lögaðila sem ekki tengjast málinu. Hlutverk dómara er ekki auðvelt en hann má ekki heykjast á því að rækja það. Hann verður að vera þess minnugur að borgararnir treysta á að dómstólar gæti mannréttinda hvort sem er í opnum eða lokuðum þinghöldum og ef til vill sérstaklega þegar þeir geta ekki verið viðstaddir og hafa ekki vitneskjum um málið. Þinghaldið sem sagt var frá hér að ofan tengdist rannsókn lögreglu á tiltæku ætluðu afbroti lögmanns á tilteknu tímabili. Þrátt fyrir þetta krafðist lögreglustjóri mun víðtækari heimildar með því að krefjast heimildar til afritunar alls innihalds farsíma viðkomandi, öllum snjallforritum, samfélagsmiðlum og spjallrásum sem hann geymdi og öllu rafrænu innihaldi allra skýjalausna sem síminn væri tengdur við, óháð því á hvaða tímabili upplýsingarnar urðu til. Ógerningur er að rökstyðja þörf fyrir sé fyrir svo víðtæka og almenna upplýsingasöfnun og að mínu viti fráleitt að fallast á kröfu af þessu tagi. Upplýsingasöfnun um almenning Mál sem þetta snertir allan almenning með beinum hætti og ekki aðeins þá sem hafa ráðfært sig við hlutaðeigandi lögmann. Kröfur eins og þær sem lögreglan gerði í málinu eru ekkert einsdæmi og svo virðist sem dómarar hafi tilhneigingu til að fallast á þær. Fæst málin fara hins vegar fyrir dóm því að sakborningar í jafnvel hinum smæstu málum veita oftast leyfi til svona heildarafritunar símtækja sinna og gagnasafna. Með því afhenda þeir lögreglunni gríðarlegt magn af persónuupplýsingum sem ekki eru bara um þá sjálfa heldur alla þá einstaklinga sem þeir hafa átt í samskiptum við í gegnum símtækið og tölvubúnað sem tengdur er við sömu skýjalausn og tækið. Þessir einstaklingar hafa á þeim tíma sem samskiptin áttu sér stað enga möguleika á því að sjá fyrir hvort viðmælandi þeirra muni í framtíðinni fá stöðu sakbornings við lögreglurannsókn og hvort snjalltæki hans verða afrituð í tengslum við hana. Af þessu leiðir að engin möguleiki er fyrir þann sem átt hefur í samskiptum við vini og kunningja á internetinu að vita hvort lögreglan er komin með eða mun fá afrit af upplýsingum um þau, hvaða upplýsingar lögreglan hefur né hvernig þær kunna að hafa verið eða verða notaðar. Tryggir einhver að lögreglan fari að lögum? Íslensk lögregla hefur lengi notið víðtæks trausts meðal almennings þó að það hafi dvínað nokkuð á undanförnum árum. Menn kunna því að spyrja hvort þeir sem ekkert hafa að fela geti ekki verið rólegir þó lögreglan hafi aðgang að gögnum um einkalíf þeirra. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að lögreglan er mönnuð fólki með sömu mannlegu breyskleika og annað fólk. Reynslan hefur sýnt okkur að venjulegt fólk getur tekið óvenjulegar ákvarðanir og hið sama á við um lögreglufólk. Upplýsingar sem nýlega hafa komið fyrir almenningssjónir benda til þess að sumir lögreglumenn og starfsmenn lögreglu fari ekki að lögum í samskiptum við samstarfsfólk sitt og ásakanir um brot lögreglu gegn almennum borgurum verða sífellt algengari. Í ljósi þess verður að telja skynsamlegt að setja lögreglu skorður varðandi upplýsingasöfnun um almenna borgara og koma upp virku eftirliti með umgengni um þær upplýsingar sem lögreglu er heimilt að afla. Taka þarf til skoðunar hvort lagagrundvöllur víðtækrar söfnunar og geymslu lögreglu á rafrænum upplýsingum um almenna borgara sé nægilega traustur og hvort dómstólar hafi rækt af nægilegri festu það hlutverk sitt að standa vörð um stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Lögmennska Lögreglumál Mannréttindi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er öllum sem staddir eru innan íslenskrar lögsögu tryggður réttur til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í 2. mgr. sömu greinar er mælt fyrir um að ekki megi gera tilteknar rannsóknaraðgerðir sem skerða friðhelgi einkalífs nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Á það meðal annars við um rannsókn á símtölum eða öðrum fjarskiptum. Þessu til viðbótar gilda ýmis strangari lagaákvæði sem vernda sérstaklega ýmis samskipti manna við sérfræðinga sem eðli máls samkvæmt bera þagnarskyldu um efni samskiptanna, svo sem lögmenn, sálfræðinga, presta, lækna o.fl. og eru slík ákvæði áþekk í flestum frjálslyndum lýðræðisríkjum. Lögin taka ekki mið af þróun síðustu ára varðandi það sem hægt er að kalla rafræna tilvist eintaklinga og því má halda fram með ágætum rökum að sá fátæklegi dómskaparréttur sem til er á þessu sviði eigi sér ekki sterkan lögfræðilegan grundvöll eins og tæknin hefur þróast. Trúnaðarmál skjólstæðinga lögmanns Í síðustu viku var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem virðist ekki hafa vakið mikla athygli né umræðu í samfélaginu. Málið varðaði kröfu lögreglustjóra um að fá að afrita farsíma lögmanns sem hafði stöðu sakbornings við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum verknaði. Formaður Lögmannafélags Íslands óskaði eftir því að vera viðstaddur fyrirtöku kröfunnar þar sem málið varðaði lögmann og farsíma hans en um slík tæki fara margvísleg samskipti sem trúnaður skal ríkja um. Mestur hluti þeirra er líklega óþekkta einstaklinga sem hafa eða kunna að hafa leitað til lögmannsins og átt við hann samskipti um persónuleg málefni sín með væntingum um að trúnaður ríkti um þau. Dómari hafnaði þeirri ósk með vísan til þess að þinghald í málum að þessu tagi væru lokuð. Ásælni í ótengdar persónuupplýsingar Við getum líklega öll verið sammála um að lögreglan verður að hafa svigrúm til að leita sönnunargagna sem kunna að vera í vörslu grunaðra manna. Það er því eðlilegt að lögregla leggi fyrir dómara kröfu um að fá aðgang að þeim rafrænum gögnum í snjalltækjum sakborninga sem kunna að tengjast þeim atvikum sem eru til rannsóknar. Það er hins vegar skylda og hlutverk dómarans að tryggja að mannréttindi séu virt. Dómarinn er bundinn af stjórnarskrárinnar sem er æðsta réttarheimild íslensks réttar. Hún eða hann þarf ekki aðeins að gæta þeirra almannahagsmuna sem fólgnir eru í því að lögreglu sé mögulegt að rannsaka mál sem varða ætlaða refsiverða háttsemi, heldur um leið að gæta þess að rannsóknarúrræði sem dómstóllinn heimilar verði ekki svo rúm að það ógni stjórnarskrárvörðum réttindum einstaklinga og lögaðila sem ekki tengjast málinu. Hlutverk dómara er ekki auðvelt en hann má ekki heykjast á því að rækja það. Hann verður að vera þess minnugur að borgararnir treysta á að dómstólar gæti mannréttinda hvort sem er í opnum eða lokuðum þinghöldum og ef til vill sérstaklega þegar þeir geta ekki verið viðstaddir og hafa ekki vitneskjum um málið. Þinghaldið sem sagt var frá hér að ofan tengdist rannsókn lögreglu á tiltæku ætluðu afbroti lögmanns á tilteknu tímabili. Þrátt fyrir þetta krafðist lögreglustjóri mun víðtækari heimildar með því að krefjast heimildar til afritunar alls innihalds farsíma viðkomandi, öllum snjallforritum, samfélagsmiðlum og spjallrásum sem hann geymdi og öllu rafrænu innihaldi allra skýjalausna sem síminn væri tengdur við, óháð því á hvaða tímabili upplýsingarnar urðu til. Ógerningur er að rökstyðja þörf fyrir sé fyrir svo víðtæka og almenna upplýsingasöfnun og að mínu viti fráleitt að fallast á kröfu af þessu tagi. Upplýsingasöfnun um almenning Mál sem þetta snertir allan almenning með beinum hætti og ekki aðeins þá sem hafa ráðfært sig við hlutaðeigandi lögmann. Kröfur eins og þær sem lögreglan gerði í málinu eru ekkert einsdæmi og svo virðist sem dómarar hafi tilhneigingu til að fallast á þær. Fæst málin fara hins vegar fyrir dóm því að sakborningar í jafnvel hinum smæstu málum veita oftast leyfi til svona heildarafritunar símtækja sinna og gagnasafna. Með því afhenda þeir lögreglunni gríðarlegt magn af persónuupplýsingum sem ekki eru bara um þá sjálfa heldur alla þá einstaklinga sem þeir hafa átt í samskiptum við í gegnum símtækið og tölvubúnað sem tengdur er við sömu skýjalausn og tækið. Þessir einstaklingar hafa á þeim tíma sem samskiptin áttu sér stað enga möguleika á því að sjá fyrir hvort viðmælandi þeirra muni í framtíðinni fá stöðu sakbornings við lögreglurannsókn og hvort snjalltæki hans verða afrituð í tengslum við hana. Af þessu leiðir að engin möguleiki er fyrir þann sem átt hefur í samskiptum við vini og kunningja á internetinu að vita hvort lögreglan er komin með eða mun fá afrit af upplýsingum um þau, hvaða upplýsingar lögreglan hefur né hvernig þær kunna að hafa verið eða verða notaðar. Tryggir einhver að lögreglan fari að lögum? Íslensk lögregla hefur lengi notið víðtæks trausts meðal almennings þó að það hafi dvínað nokkuð á undanförnum árum. Menn kunna því að spyrja hvort þeir sem ekkert hafa að fela geti ekki verið rólegir þó lögreglan hafi aðgang að gögnum um einkalíf þeirra. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að lögreglan er mönnuð fólki með sömu mannlegu breyskleika og annað fólk. Reynslan hefur sýnt okkur að venjulegt fólk getur tekið óvenjulegar ákvarðanir og hið sama á við um lögreglufólk. Upplýsingar sem nýlega hafa komið fyrir almenningssjónir benda til þess að sumir lögreglumenn og starfsmenn lögreglu fari ekki að lögum í samskiptum við samstarfsfólk sitt og ásakanir um brot lögreglu gegn almennum borgurum verða sífellt algengari. Í ljósi þess verður að telja skynsamlegt að setja lögreglu skorður varðandi upplýsingasöfnun um almenna borgara og koma upp virku eftirliti með umgengni um þær upplýsingar sem lögreglu er heimilt að afla. Taka þarf til skoðunar hvort lagagrundvöllur víðtækrar söfnunar og geymslu lögreglu á rafrænum upplýsingum um almenna borgara sé nægilega traustur og hvort dómstólar hafi rækt af nægilegri festu það hlutverk sitt að standa vörð um stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar