Af hverju vatnsvernd? Jón Trausti Kárason skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun