Heitar tökur í Lokasókninni: „Taylor Swift er Yoko Ono“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 16:31 Taylor Swift fagnar eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum. AP/Julio Cortez Lokasóknin er þáttur þar sem menn þora að hafa skoðanir og þá kemur alltaf að skuldadögum eins og sást vel í skemmtilegri syrpu í síðasta þætti. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira