„Þegar maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2024 20:33 Gunnar Ágúst Halldórsson starfsmaður Ellerts Skúlasonar ehf. var einn þeirra sem vann við að moka yfir nýja hjáveitulögn HS Veitna við hraunjaðarinn í dag. Hann og félagar hans voru aðeins örfáum metrum frá hraunrennslinu. Þeir voru ræstir út um níuleytið til að sækja sandbirgðir sem átti að koma yfir nýju lögnina til að vernda hana frá hrauninu sem nálgaðist hana óðfluga. Séð er hér út um gluggann á bíl Gunnars.Gunnar Ágúst „ Við vorum þarna bara við hraunjaðarinn, tveir vörubílar, að sturta af gröfu til þess að moka yfir nýju lögnina. Vegna þess að hraunið var bara að renna yfir hana jafnóðum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eins og sést á myndunum var ekki um hefðbundna viðhaldsvinnu að ræða þar sem fljótandi hrauntungur mjökuðust nær með hverri sekúndunni. „Þegar við vorum að bakka vörubílunum og maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið. Hraunið var að leka að bílunum okkar. Sérsveitin var þarna í bíl til þess að fylgjast með okkur,“ segir Gunnar. Unnið var að því að moka yfir hjáveitulögn svo hún yrði hrauninu ekki að bráð.Gunnar Ágúst „Það voru gröfur og jarðýta að ýta upp efni af planinu til þess að stoppa hraunið á meðan við vorum að koma þessum rúmmetrum að lögninni. Ef að það hefði ekki verið gert þá væri hún ónýt,“ bætir hann við. Það þurfti að ryðja mikinn snjó sem safnast hafði upp á veginum til að koma þeim til og frá vinnuvettvanginum. „Klukkan fjögur förum við, þá er hraunið komið og við búnir með sandinn. Þá er hraunið komið að okkur, við þurftum að keyra niður eftir með lögninni, niður í námurnar hjá ÍAV til þess að komast til Njarðvíkur. Það voru hreinlega tvær jarðýtur að moka veginn til þess að við gætum farið í þetta starf,“ segir Gunnar. Rauðglóandi hraunið mjakaðist nær þeim á meðan vinnu stóð.Gunnar Ágúst Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þeir voru ræstir út um níuleytið til að sækja sandbirgðir sem átti að koma yfir nýju lögnina til að vernda hana frá hrauninu sem nálgaðist hana óðfluga. Séð er hér út um gluggann á bíl Gunnars.Gunnar Ágúst „ Við vorum þarna bara við hraunjaðarinn, tveir vörubílar, að sturta af gröfu til þess að moka yfir nýju lögnina. Vegna þess að hraunið var bara að renna yfir hana jafnóðum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eins og sést á myndunum var ekki um hefðbundna viðhaldsvinnu að ræða þar sem fljótandi hrauntungur mjökuðust nær með hverri sekúndunni. „Þegar við vorum að bakka vörubílunum og maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið. Hraunið var að leka að bílunum okkar. Sérsveitin var þarna í bíl til þess að fylgjast með okkur,“ segir Gunnar. Unnið var að því að moka yfir hjáveitulögn svo hún yrði hrauninu ekki að bráð.Gunnar Ágúst „Það voru gröfur og jarðýta að ýta upp efni af planinu til þess að stoppa hraunið á meðan við vorum að koma þessum rúmmetrum að lögninni. Ef að það hefði ekki verið gert þá væri hún ónýt,“ bætir hann við. Það þurfti að ryðja mikinn snjó sem safnast hafði upp á veginum til að koma þeim til og frá vinnuvettvanginum. „Klukkan fjögur förum við, þá er hraunið komið og við búnir með sandinn. Þá er hraunið komið að okkur, við þurftum að keyra niður eftir með lögninni, niður í námurnar hjá ÍAV til þess að komast til Njarðvíkur. Það voru hreinlega tvær jarðýtur að moka veginn til þess að við gætum farið í þetta starf,“ segir Gunnar. Rauðglóandi hraunið mjakaðist nær þeim á meðan vinnu stóð.Gunnar Ágúst
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira