Reikna með heitu vatni í hús á sunnudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 12:11 Fjölmargir mættu í Húsasmiðjuna í Reykjanesbæ í gær til að fjárfesta í hitablásurum og ofnum. Vísir/SigurjónÓ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið. Það var kalt í húsum á Suðurnesjum í nótt enda hefur verið heitavatnslaust á svæðinu síðan í gærkvöldi. „Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Huga að nágrannanum Miðað við þetta megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið. „Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga aðgang að rafmagnshitatækjum.“ Í tilkynningunni segir ljóst að allir séu að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja. Tekur tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan við nýju lögnina hafi gengið vel en tafist örlítið sem valdi seinkuninni. Nú sé stemmt að því að hægt verði að hleypa heitu vatni á lögnina á miðnætti í kvöld. Allt að tvo sólarhringa geti tekið til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þurfi fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld. Reykjanesbær Suðurnesjabær Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Vogar Tengdar fréttir Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Það var kalt í húsum á Suðurnesjum í nótt enda hefur verið heitavatnslaust á svæðinu síðan í gærkvöldi. „Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Huga að nágrannanum Miðað við þetta megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið. „Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga aðgang að rafmagnshitatækjum.“ Í tilkynningunni segir ljóst að allir séu að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja. Tekur tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan við nýju lögnina hafi gengið vel en tafist örlítið sem valdi seinkuninni. Nú sé stemmt að því að hægt verði að hleypa heitu vatni á lögnina á miðnætti í kvöld. Allt að tvo sólarhringa geti tekið til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þurfi fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Vogar Tengdar fréttir Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44
„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10