Vilji til þess að halda í háskóla í héraði í orði en ekki á borði? Logi Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 14:32 Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun