Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 14:19 Orri Hlöðversson hefur sem formaður ÍTF átt sæti í stjórn KSÍ. Hann, eða staðgengill hans, mætti samkvæmt núgildandi lögum vera í launuðu starfi eða sitja í stjórn einhvers af aðildarfélögum KSÍ, einn stjórnarmanna KSÍ. Vísir/Vilhelm Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Íslenskur toppfótbolti er nafnið á hagsmunasamtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum Íslands. Þau eiga einn fulltrúa í stjórn KSÍ og er það jafnframt eini stjórnarmaður KSÍ sem má vera í ólaunuðu starfi eða stöðu hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Stjórn KSÍ leggur til að þessu verði breytt þannig að allir fulltrúar í stjórn KSÍ séu óháðir aðildarfélögum KSÍ. Það er að segja að þeir séu ekki í launuðu starfi, stjórn eða ráði hjá neinu aðildarfélagi. Í rökstuðningi með tillögu stjórnarinnar segir meðal annars að það sé ekki í samræmi við lýðræðislega og góða stjórnarhætti að undanskilja einn aðila í stjórn KSÍ frá hæfisskilyrðum, og að engin sýnileg, gild ástæða sé fyrir því að fulltrúi ÍTF sé undanskilinn. ÍTF vill leyfa öllu stjórnarfólki að tengjast einnig aðildarfélagi ÍTF leggur hins vegar til að lögunum verði breytt þannig að allt stjórnarfólk KSÍ megi samhliða þeirri stjórnarsetu sitja í stjórnum eða vera formaður ráða hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Þeir megi þó áfram ekki vera í launuðu starfi hjá aðildarfélagi. Í rökstuðningi segir stjórn ÍTF að eins og lögin séu núna þá geti það þýtt að reynslumestu aðilarnir séu ekki kjörgengir til að taka þátt í að stjórna knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Afar lítil hætta sé á hagsmunaárekstrum því málefni einstakra félaga séu sjaldnast til umræðu eða afgreiðslu þar. Ársþing KSÍ fer fram 24. febrúar næstkomandi. Kosið verður í nýja stjórn og ljóst er að þrír sækjast eftir sæti formanns sambandsins, þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga stjórnar ÍTF KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti er nafnið á hagsmunasamtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum Íslands. Þau eiga einn fulltrúa í stjórn KSÍ og er það jafnframt eini stjórnarmaður KSÍ sem má vera í ólaunuðu starfi eða stöðu hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Stjórn KSÍ leggur til að þessu verði breytt þannig að allir fulltrúar í stjórn KSÍ séu óháðir aðildarfélögum KSÍ. Það er að segja að þeir séu ekki í launuðu starfi, stjórn eða ráði hjá neinu aðildarfélagi. Í rökstuðningi með tillögu stjórnarinnar segir meðal annars að það sé ekki í samræmi við lýðræðislega og góða stjórnarhætti að undanskilja einn aðila í stjórn KSÍ frá hæfisskilyrðum, og að engin sýnileg, gild ástæða sé fyrir því að fulltrúi ÍTF sé undanskilinn. ÍTF vill leyfa öllu stjórnarfólki að tengjast einnig aðildarfélagi ÍTF leggur hins vegar til að lögunum verði breytt þannig að allt stjórnarfólk KSÍ megi samhliða þeirri stjórnarsetu sitja í stjórnum eða vera formaður ráða hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Þeir megi þó áfram ekki vera í launuðu starfi hjá aðildarfélagi. Í rökstuðningi segir stjórn ÍTF að eins og lögin séu núna þá geti það þýtt að reynslumestu aðilarnir séu ekki kjörgengir til að taka þátt í að stjórna knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Afar lítil hætta sé á hagsmunaárekstrum því málefni einstakra félaga séu sjaldnast til umræðu eða afgreiðslu þar. Ársþing KSÍ fer fram 24. febrúar næstkomandi. Kosið verður í nýja stjórn og ljóst er að þrír sækjast eftir sæti formanns sambandsins, þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga stjórnar ÍTF
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40