Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 10:00 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri stendur í ströngu þessa dagana ásamt mörgu öðru fólki vegna jarðhræringa við Grindavík. Heima fyrir eru það dæturnar sem halda henni við efnið á morgnana en Höllu finnst fátt betra en að fara í göngutúr eða spila á harmonikkuna þegar hún endurnærir hugann fyrir svefninn. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Hálfsjö flesta morgna. Ég er bóndi í mér eftir mörg sumur í sveit austur á Síðu og finnst best að koma eins miklu í verk og hægt er fyrir hádegi. Drjúg eru morgunverkin, eins og sagt er.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Við hjónin fengum frábæra kaffivél í brúðkaupsgjöf um árið og maðurinn minn er duglegur að dekra mig með góðum bolla á morgnana. Samhliða snýst morgunrútínan um að græja dæturnar tvær sem halda mér við efnið. Það er merkilegt hvað vettlingar geta týnst oft á litlu heimili og það virðist alltaf alltaf vera gulur, rauður eða bangsadagur í leikskólanum sem reynir á skipulagsmálin, stundum á síðstu stundu!“ Hvaða lag fær þig alltaf til að komast í smá söng-gír og hækka í útvarpinu? „Flottur Jakki með Ragga Bjarna tryllir mig á dansgólfinu en ég æfði dans í gamla daga og elska góða samkvæmissveiflu. Sama gildir um Gaggó Vest með Eiríki Hauks. Annars minnir Sing með Travis mig á góðar stundir Kvennaskólaáranna og Ellý Vilhjálms er ómissandi í útileguna á björtum sumarnóttum.“ Halla reynir að bóka fundi utanhús seinni part dags til að slíta ekki daginn of mikið í sundur. Til viðbótar við verkefni Orkustofnunar, kennir Halla stöku námskeið við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, en þar starfaði Halla áður. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Orkumálin eru fjölbreytt og enginn dagur eins. Þessa dagana hef ég verið vakin og sofin yfir hitaveitumálum á Reykjanesi vegna eldgossins sem spyrja ekki um hefðbundinn vinnudag og kalla á mikið og gott samstarf við Almannavarnir og fyrirtækin á svæðinu. Saman vinnum við að því að tryggja orkuöryggi íbúa en staðan á þessum köldu vetrar dögum minnir okkur á að heita vatnið, sem færir hlýju í hvert hús, er sannkallað gull okkar Íslendinga. Undir Orkustofnun falla einnig verkefni er varða auðlindir vatnsins og jarðefna sem við leggjum okkur fram við að séu nýtt af alúð fyrir samfélagið og framtíðina. Svo kenni ég líka stöku námskeið við minn gamla vinnustað við Harvard háskóla, þar sem orkumál eru meðal annars í fyrirrúmi, og styð jafnréttismálin í gegnum „Project Girls for Girls” sem ég stofnaði á námsárum en starfar nú í yfir tuttugu ríkjum. Það er semsagt aldrei skortur á verkefnum en oft skortur á tíma!“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Byrjun dags, milli hálf átta og rúmlega níu, fer oft í verkefni sem krefjast næðis og einbeitingar. Síðan taka tölvupóstar við ásamt fundum dagsins. Ég reyni að raða fundum utanhúss sem mest seinni partinn til þess að slíta daginn ekki of mikið í sundur. Samvinna við mitt góða fólk hjá Orkustofnun er mér ómetanlegt og það besta við starfið í heild er að fá að vinna með fjölbreyttum hópi fólks um allt land. Þannig gerast mikilvægir hlutir smátt og smátt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég rokka milli þess að fara nánast að sofa um klukkan tíu eða nær miðnætti eftir því hvernig dagurinn spilast. Til endurnæra huga fyrir svefn finnst mér best að komast í útiveru eins og góða göngu eða taka lag á harmónikkuna sem kallar sérstaklega á mig ef stutt er í gigg á vegum „Baravið” dúettsins sem ég tilheyri. Svo teygjast kvöldin stundum ef við dettum inná góðan þátt. Ég var að klára þættina „Afturelding“ sem er strangheiðarlegt íslenskt efni sem fékk mig oft til að skella uppúr. Mæli með!“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 „Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00 Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Hálfsjö flesta morgna. Ég er bóndi í mér eftir mörg sumur í sveit austur á Síðu og finnst best að koma eins miklu í verk og hægt er fyrir hádegi. Drjúg eru morgunverkin, eins og sagt er.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Við hjónin fengum frábæra kaffivél í brúðkaupsgjöf um árið og maðurinn minn er duglegur að dekra mig með góðum bolla á morgnana. Samhliða snýst morgunrútínan um að græja dæturnar tvær sem halda mér við efnið. Það er merkilegt hvað vettlingar geta týnst oft á litlu heimili og það virðist alltaf alltaf vera gulur, rauður eða bangsadagur í leikskólanum sem reynir á skipulagsmálin, stundum á síðstu stundu!“ Hvaða lag fær þig alltaf til að komast í smá söng-gír og hækka í útvarpinu? „Flottur Jakki með Ragga Bjarna tryllir mig á dansgólfinu en ég æfði dans í gamla daga og elska góða samkvæmissveiflu. Sama gildir um Gaggó Vest með Eiríki Hauks. Annars minnir Sing með Travis mig á góðar stundir Kvennaskólaáranna og Ellý Vilhjálms er ómissandi í útileguna á björtum sumarnóttum.“ Halla reynir að bóka fundi utanhús seinni part dags til að slíta ekki daginn of mikið í sundur. Til viðbótar við verkefni Orkustofnunar, kennir Halla stöku námskeið við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, en þar starfaði Halla áður. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Orkumálin eru fjölbreytt og enginn dagur eins. Þessa dagana hef ég verið vakin og sofin yfir hitaveitumálum á Reykjanesi vegna eldgossins sem spyrja ekki um hefðbundinn vinnudag og kalla á mikið og gott samstarf við Almannavarnir og fyrirtækin á svæðinu. Saman vinnum við að því að tryggja orkuöryggi íbúa en staðan á þessum köldu vetrar dögum minnir okkur á að heita vatnið, sem færir hlýju í hvert hús, er sannkallað gull okkar Íslendinga. Undir Orkustofnun falla einnig verkefni er varða auðlindir vatnsins og jarðefna sem við leggjum okkur fram við að séu nýtt af alúð fyrir samfélagið og framtíðina. Svo kenni ég líka stöku námskeið við minn gamla vinnustað við Harvard háskóla, þar sem orkumál eru meðal annars í fyrirrúmi, og styð jafnréttismálin í gegnum „Project Girls for Girls” sem ég stofnaði á námsárum en starfar nú í yfir tuttugu ríkjum. Það er semsagt aldrei skortur á verkefnum en oft skortur á tíma!“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Byrjun dags, milli hálf átta og rúmlega níu, fer oft í verkefni sem krefjast næðis og einbeitingar. Síðan taka tölvupóstar við ásamt fundum dagsins. Ég reyni að raða fundum utanhúss sem mest seinni partinn til þess að slíta daginn ekki of mikið í sundur. Samvinna við mitt góða fólk hjá Orkustofnun er mér ómetanlegt og það besta við starfið í heild er að fá að vinna með fjölbreyttum hópi fólks um allt land. Þannig gerast mikilvægir hlutir smátt og smátt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég rokka milli þess að fara nánast að sofa um klukkan tíu eða nær miðnætti eftir því hvernig dagurinn spilast. Til endurnæra huga fyrir svefn finnst mér best að komast í útiveru eins og góða göngu eða taka lag á harmónikkuna sem kallar sérstaklega á mig ef stutt er í gigg á vegum „Baravið” dúettsins sem ég tilheyri. Svo teygjast kvöldin stundum ef við dettum inná góðan þátt. Ég var að klára þættina „Afturelding“ sem er strangheiðarlegt íslenskt efni sem fékk mig oft til að skella uppúr. Mæli með!“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 „Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00 Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00
Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00
„Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00
Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00
Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00