Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 08:41 Faxe IPA og Witbier fá ekki inni í þessum kæli. Landsréttur segir það í himnalagi. Vísir/Vilhelm Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. á hendur ÁTVR. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ákvörðun ÁTVR ólögmæta. Málið snerist um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Allt í lagi að byggja á reglugerð Í niðurstöðu Landsréttar, sem kvað upp dóm í gær, segir að samkvæmt ákvæði laga um verslun með áfengi og tóbak skyldi ráðherra setja nánari reglur um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, sem skyldu miða að því að tryggja vöruúrval, meðal annars með hliðsjón af eftirspurn kaupenda, jafnframt því að tryggja framleiðendum og birgjum áfengis möguleika á að koma vörum í sölu í áfengisverslunum. Að virtri breytingarsögu ákvæðisins hafi ekki verið ráðið að ætlun löggjafans hefði verið að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Þá hafi verið fallist á með ÁTVR að viðmið um framlegð endurspeglaði eftirspurn og væri betur til þess fallið að tryggja vöruúrval í verslunum og sölumöguleika birgja. Einsýnt hafi verið að mati réttarins að þau sjónarmið sem lágu til grundvallar framlegðarviðmiði teldust málefnaleg og í samræmi við markmið áfengislaga um að ÁTVR skyldi starfa með samfélagslega ábyrgð og lýðheilsu að leiðarljósi. Því væri niðurstaða Landsréttar að framlegðarviðmiðið ætti sér fullnægjandi lagastoð. Þurftu ekki að veita andmælarétt vegna augljósrar afstöðu Þá hafi ekki verið fallist á með Dista að ÁTVR hefði brotið gegn andmælareglu stjórnsýsluréttar, en ljóst hafi þótt að Dista væri kunnugt um þau viðmið sem réðu vöruvali ÁTVR og að afstaða fyrirtækisins til þeirra lægi fyrir. Því hafi verið óþarft að gefa Dista kost á að tjá sig um efni málsins. Loks hafi málsástæðum Dista um valdþurrð þess starfsmanns ÁTVR sem tók hinar umþrættu ákvarðanir og um brot á öðrum meginreglum stjórnsýslulaga verið hafnað. Dista var gert að greiða ÁTVR 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Áfengi og tóbak Dómsmál Verslun Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. á hendur ÁTVR. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt ákvörðun ÁTVR ólögmæta. Málið snerist um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Allt í lagi að byggja á reglugerð Í niðurstöðu Landsréttar, sem kvað upp dóm í gær, segir að samkvæmt ákvæði laga um verslun með áfengi og tóbak skyldi ráðherra setja nánari reglur um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, sem skyldu miða að því að tryggja vöruúrval, meðal annars með hliðsjón af eftirspurn kaupenda, jafnframt því að tryggja framleiðendum og birgjum áfengis möguleika á að koma vörum í sölu í áfengisverslunum. Að virtri breytingarsögu ákvæðisins hafi ekki verið ráðið að ætlun löggjafans hefði verið að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Þá hafi verið fallist á með ÁTVR að viðmið um framlegð endurspeglaði eftirspurn og væri betur til þess fallið að tryggja vöruúrval í verslunum og sölumöguleika birgja. Einsýnt hafi verið að mati réttarins að þau sjónarmið sem lágu til grundvallar framlegðarviðmiði teldust málefnaleg og í samræmi við markmið áfengislaga um að ÁTVR skyldi starfa með samfélagslega ábyrgð og lýðheilsu að leiðarljósi. Því væri niðurstaða Landsréttar að framlegðarviðmiðið ætti sér fullnægjandi lagastoð. Þurftu ekki að veita andmælarétt vegna augljósrar afstöðu Þá hafi ekki verið fallist á með Dista að ÁTVR hefði brotið gegn andmælareglu stjórnsýsluréttar, en ljóst hafi þótt að Dista væri kunnugt um þau viðmið sem réðu vöruvali ÁTVR og að afstaða fyrirtækisins til þeirra lægi fyrir. Því hafi verið óþarft að gefa Dista kost á að tjá sig um efni málsins. Loks hafi málsástæðum Dista um valdþurrð þess starfsmanns ÁTVR sem tók hinar umþrættu ákvarðanir og um brot á öðrum meginreglum stjórnsýslulaga verið hafnað. Dista var gert að greiða ÁTVR 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Áfengi og tóbak Dómsmál Verslun Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira