Léku með fyrrverandi Ísrealshermanni en földu uppruna hans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 11:54 Vadim Gluzman sinnti herskyldu í ísraelska hernum en hefur lengi verið búsettur í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Ísraelskur fiðluleikari lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg í Hörpu í fyrradag. Upplýsingar um uppruna hans voru fjarlægðar í framhaldi af því að kvartanir bárust. Einleikarinn heitir Vadim Gluzman og er samkvæmt heimasíðu Sinfóníunnar meðal fremstu fiðluleikara samtímans.. Hann er þekktur fyrir túlkun sína á verkum frá gullöld fiðlubókmenntanna. Hann er fæddur í Úkraínu en fluttist til Ísraels sextán ára gamall í svokallaðri „alíju“ sem er hebreskt hugtak yfir flutninga gyðinga búsettra víðs vegar um heiminn til landsins helga. Í viðtali við bandarísk-ísraelsku menningarsamtökin AICF segist hann vera fyrrverandi hermaður og stoltur af því að hafa sinnt herskyldu. „Ég er stoltur af því að vera Ísraeli, stoltur að hafa sinnt skyldu minni í ísraelska hernum og stoltur af því að eiga heima í Ísrael,“ segir hann. Með því að bera saman útgáfur af kynningarsíðu tónleikanna annars vegar frá 4. október 2023 og hins vegar í dag á síðu Wayback Machine, sem er síða sem geymir gamlar útgáfur af vefsíðum, er hægt að sjá að í eldri útgáfu síðunnar var skýrt tekið fram í upphaf textans að Vadim væri Ísraeli. Vildu ekki tjá sig Ísraelskur uppruni hans kom fram á upphaflegu auglýsingarefni tónleikahaldara en eftir að kvartanir bárust um að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði að spila með stoltum fyrrverandi ísraelskum hermanni hafi nýtt auglýsingarefni verið birt þar sem ekkert kom um herþjónustu Vadims. Í nýja efninu komi aðeins fram að hann sé fæddur í Úkraínu. Einnig hafi ekkert verið snert á þessu í umfjöllun Ríkisútvarpsins um tónleikana. Haft var samband við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit Íslands og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra en þær vildu ekki tjá sig um málið. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Einleikarinn heitir Vadim Gluzman og er samkvæmt heimasíðu Sinfóníunnar meðal fremstu fiðluleikara samtímans.. Hann er þekktur fyrir túlkun sína á verkum frá gullöld fiðlubókmenntanna. Hann er fæddur í Úkraínu en fluttist til Ísraels sextán ára gamall í svokallaðri „alíju“ sem er hebreskt hugtak yfir flutninga gyðinga búsettra víðs vegar um heiminn til landsins helga. Í viðtali við bandarísk-ísraelsku menningarsamtökin AICF segist hann vera fyrrverandi hermaður og stoltur af því að hafa sinnt herskyldu. „Ég er stoltur af því að vera Ísraeli, stoltur að hafa sinnt skyldu minni í ísraelska hernum og stoltur af því að eiga heima í Ísrael,“ segir hann. Með því að bera saman útgáfur af kynningarsíðu tónleikanna annars vegar frá 4. október 2023 og hins vegar í dag á síðu Wayback Machine, sem er síða sem geymir gamlar útgáfur af vefsíðum, er hægt að sjá að í eldri útgáfu síðunnar var skýrt tekið fram í upphaf textans að Vadim væri Ísraeli. Vildu ekki tjá sig Ísraelskur uppruni hans kom fram á upphaflegu auglýsingarefni tónleikahaldara en eftir að kvartanir bárust um að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði að spila með stoltum fyrrverandi ísraelskum hermanni hafi nýtt auglýsingarefni verið birt þar sem ekkert kom um herþjónustu Vadims. Í nýja efninu komi aðeins fram að hann sé fæddur í Úkraínu. Einnig hafi ekkert verið snert á þessu í umfjöllun Ríkisútvarpsins um tónleikana. Haft var samband við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit Íslands og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra en þær vildu ekki tjá sig um málið.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira