Segja Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Alberti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 10:46 Albert Guðmundsson virðist ætla að verða eftirsóttur biti í sumar. Gabriele Maltinti/Getty Images Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Newcastle hafa áhuga á því að fá íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson í sínar raðir í sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu. Það er ítalski miðillinn Calciomercato sem greinir frá því að ensku liðin hafi áhuga á Alberti, en Albert er í dag leikmaður ítalska félagsins Genoa. Albert hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Genoa á tímabilinu þar sem hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur tvö fyrir liðsfélaga sína. 😏 Tottenham are planning another raid on Genoa, with thriving forward Albert Gudmundsson emerging as a target for Ange Postecoglou's sideGenoa know he will likely leave this summer and have set their asking price💰⤵https://t.co/oG4cFoMjtw— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 10, 2024 Framtíð Alberts hefur verið á milli tannana á fólki undanfarnar vikur og mánuði og hefur hann verið orðaður við hin ýmsu stórlið á Ítalíu. Þar hafa lið á borð við AC Milan og Juventus verið nefnd til sögunnar, en í félagsskiptaglugganum í janúarleit helst út fyrir að hann gæti verið á leið til Fiorentina. Þó varð ekkert úr þeim vistaskiptum þar sem Fiorentina var ekki tilbúið að greiða uppsett verð fyrir leikmanninn. Genoa er sagt vilja fá í það minnsta 30 milljónir evra fyrir Albert, sem samsvarar tæpum fjórum og hálfum milljarði króna. Nú eru félög í ensku úrvalsdeildinni einnig sögð ætla að blanda sér í baráttuna um Albert og verður fróðlegt að sjá hvernig það þróast. Alls hefur Albert leikið 67 deildarleiki fyrir Genoa og skorað í þeim 21 mark. Þá hefur hann einni leikið fyrir AZ Alkmaar og PSV í Hollandi, en hann á einnig að baki 35 leiki fyrir íslenska landsliðið. Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira
Það er ítalski miðillinn Calciomercato sem greinir frá því að ensku liðin hafi áhuga á Alberti, en Albert er í dag leikmaður ítalska félagsins Genoa. Albert hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Genoa á tímabilinu þar sem hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur tvö fyrir liðsfélaga sína. 😏 Tottenham are planning another raid on Genoa, with thriving forward Albert Gudmundsson emerging as a target for Ange Postecoglou's sideGenoa know he will likely leave this summer and have set their asking price💰⤵https://t.co/oG4cFoMjtw— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 10, 2024 Framtíð Alberts hefur verið á milli tannana á fólki undanfarnar vikur og mánuði og hefur hann verið orðaður við hin ýmsu stórlið á Ítalíu. Þar hafa lið á borð við AC Milan og Juventus verið nefnd til sögunnar, en í félagsskiptaglugganum í janúarleit helst út fyrir að hann gæti verið á leið til Fiorentina. Þó varð ekkert úr þeim vistaskiptum þar sem Fiorentina var ekki tilbúið að greiða uppsett verð fyrir leikmanninn. Genoa er sagt vilja fá í það minnsta 30 milljónir evra fyrir Albert, sem samsvarar tæpum fjórum og hálfum milljarði króna. Nú eru félög í ensku úrvalsdeildinni einnig sögð ætla að blanda sér í baráttuna um Albert og verður fróðlegt að sjá hvernig það þróast. Alls hefur Albert leikið 67 deildarleiki fyrir Genoa og skorað í þeim 21 mark. Þá hefur hann einni leikið fyrir AZ Alkmaar og PSV í Hollandi, en hann á einnig að baki 35 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira