Tryggvi og félagar hans í Bilbao unnu sterkan 15 stiga sigur gegn Valencia í efstu deild, 93-78. Heimamenn í Bilbao leiddu með tíu stigum þegar fyrsta leikhluta lauk og þeir héldu því forskoti út fyrri hálfleikinn.
Þeir héldu gestunum í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum 15 stiga sigur, 93-78.
Tryggvi spilaði tæpar 20 mínútur fyrir Bilbao og skoraði fjögur stig, ásamt því að taka þrjú fráköst og gefa eina stoðsendingu.
Tryggvi og félagar sitja nú í 11. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 22 leiki, líkt og hans gömlu félagar í Zaragoza. Valencia situr í sjöta sæti með 26 stig.
Þá unnu Jón Axel og félagar hans í Alicanteöruggan 17 stiga sigur gegn Clacijo í spænsku B-deildinni, 69-86. Gestirnir í Alicante leiddu frá upphafi til enda og var sigur þeirra aldrei í hættu.
Alicante situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 20 leiki og stefnir hraðbyri á sæti í umspili um laust sæti í efstu deild. Clavijo situr hins vegar á botni deildarinnar með 23 stig.