„Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 16:33 María, Kristín og Bergþóra fóru út að aðstoða dvalarleyfishafa yfir egypsku landamærin. Aðsend María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. María fór ásamt þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundum til höfuðborgar Egyptalands í síðustu viku í því skyni að aðstoða Gasabúa sem hlotið höfðu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningarsjónarmiða að komast burt frá átakasvæðinu. Þegar hafi tveimur fjölskyldum verið bjargað og einni komið alla leiðina til Íslands þar sem hjartnæm sameiningarstund átti sér stað á Leifsstöð eftir rúmra fimm ára aðskilnað. Ferli móður og þriggja ára dóttur hennar sem staddar eru hinum megin við landamærin er á lokametrunum. Önnur fjölskylda ferðbúin Önnur fjölskyldan hefur fengið samþykki fólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag um að þau séu ferðbúin og við tekur að finna þeim flug til landsins sem stofnunin sér um. „Þau gefa sér 72 tima en það eru allar líkur á að það verði á næstu tveimur sólarhringum. Þá kemur sú fjölskylda heim í fylgd Sigrúnar eða Semu,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að María sé á heimleið þýðir það ekki að enginn sé að aðstoða fólk við landamærin því fleiri sjálfboðaliðar eru á leiðinni til Egyptalands og fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins lentu einnig í Kaíró seint í gærkvöldi. Sigrún og Sema á veitingastað í Kaíró.Aðsend Mikil hervæðing María segir hópinn hafa orðið varan við aukna spennu milli Egyptalands og Ísraels á dögunum og að egypski herinn sé mjög sýnilegur við landamæri þjóðanna tveggja. Skilst henni að Egyptar séu hreinlega að stríðbúast. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur lýst því yfir að her Ísraelsmanna ætli sér að ná yfirráðum yfir Rafaborg sem liggur þétt að landamærum Egyptalands. Hundruðir þúsunda Palestínumanna dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum í og umhverfis borgina og því ekki í mörg skjól að venda komi geri Ísraelsmenn áhlaup á borgina. Sultur og sóttir vofa yfir þeim. María segir að fjölskyldan sem bíður brottfararleyfis fólksflutningastofnunarinnar sé örugg í Kaíró og hljóti fylgd til landsins. Fyrst þurfti þó að útvega móðurinni og þremur börnum hennar nauðsynjavörur sem ekki er eins mikil þörf á fyrir botni Miðjarðarhafs, svo sem hlý föt. Eitt barnanna sér illa og týndi gleraugunum sínum á vergangi fjölskyldunnar. Vonast eftir umfangsmeiri aðgerðum María gagnrýnir hangs stjórnvalda og segist vona að bera fari til tíðinda af aðgerðum stjórnvalda. Ástandið á landamærunum sé mjög ótryggt og erfitt að bjarga fólki án beinnar íhlutunar yfirvalda. „Við erum auðvitað bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar. Það væri óskandi ef þau gætu svarað hvenær má eiga von á því að þau geri eitthvað,“ segir María. Þær ætla sér að halda ótrauðar áfram og María segir þær bíða eftir grænu ljósi fólksflutningastofnunarinnar svo að hægt sé að koma mæðgunum áleiðis. Hún vonast eftir svari á næsta sólarhringnum. María segir þær bera traust til reyndra starfsmanna utanríkisráðuneytisins og að þær vonist til að sjá umfangsmeiri aðstoð Íslendinga á svæðinu. „Við treystum auðvitað þessu fólki til að vinna sína vinnu. Þetta er mjög menntað og klárt fólk sem er flest mjög sjóað í svona aðstæðum. Þannig það er vonandi að fari eitthvað að gerast.“ Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Utanríkismál Tengdar fréttir Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
María fór ásamt þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundum til höfuðborgar Egyptalands í síðustu viku í því skyni að aðstoða Gasabúa sem hlotið höfðu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningarsjónarmiða að komast burt frá átakasvæðinu. Þegar hafi tveimur fjölskyldum verið bjargað og einni komið alla leiðina til Íslands þar sem hjartnæm sameiningarstund átti sér stað á Leifsstöð eftir rúmra fimm ára aðskilnað. Ferli móður og þriggja ára dóttur hennar sem staddar eru hinum megin við landamærin er á lokametrunum. Önnur fjölskylda ferðbúin Önnur fjölskyldan hefur fengið samþykki fólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag um að þau séu ferðbúin og við tekur að finna þeim flug til landsins sem stofnunin sér um. „Þau gefa sér 72 tima en það eru allar líkur á að það verði á næstu tveimur sólarhringum. Þá kemur sú fjölskylda heim í fylgd Sigrúnar eða Semu,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að María sé á heimleið þýðir það ekki að enginn sé að aðstoða fólk við landamærin því fleiri sjálfboðaliðar eru á leiðinni til Egyptalands og fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins lentu einnig í Kaíró seint í gærkvöldi. Sigrún og Sema á veitingastað í Kaíró.Aðsend Mikil hervæðing María segir hópinn hafa orðið varan við aukna spennu milli Egyptalands og Ísraels á dögunum og að egypski herinn sé mjög sýnilegur við landamæri þjóðanna tveggja. Skilst henni að Egyptar séu hreinlega að stríðbúast. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur lýst því yfir að her Ísraelsmanna ætli sér að ná yfirráðum yfir Rafaborg sem liggur þétt að landamærum Egyptalands. Hundruðir þúsunda Palestínumanna dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum í og umhverfis borgina og því ekki í mörg skjól að venda komi geri Ísraelsmenn áhlaup á borgina. Sultur og sóttir vofa yfir þeim. María segir að fjölskyldan sem bíður brottfararleyfis fólksflutningastofnunarinnar sé örugg í Kaíró og hljóti fylgd til landsins. Fyrst þurfti þó að útvega móðurinni og þremur börnum hennar nauðsynjavörur sem ekki er eins mikil þörf á fyrir botni Miðjarðarhafs, svo sem hlý föt. Eitt barnanna sér illa og týndi gleraugunum sínum á vergangi fjölskyldunnar. Vonast eftir umfangsmeiri aðgerðum María gagnrýnir hangs stjórnvalda og segist vona að bera fari til tíðinda af aðgerðum stjórnvalda. Ástandið á landamærunum sé mjög ótryggt og erfitt að bjarga fólki án beinnar íhlutunar yfirvalda. „Við erum auðvitað bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar. Það væri óskandi ef þau gætu svarað hvenær má eiga von á því að þau geri eitthvað,“ segir María. Þær ætla sér að halda ótrauðar áfram og María segir þær bíða eftir grænu ljósi fólksflutningastofnunarinnar svo að hægt sé að koma mæðgunum áleiðis. Hún vonast eftir svari á næsta sólarhringnum. María segir þær bera traust til reyndra starfsmanna utanríkisráðuneytisins og að þær vonist til að sjá umfangsmeiri aðstoð Íslendinga á svæðinu. „Við treystum auðvitað þessu fólki til að vinna sína vinnu. Þetta er mjög menntað og klárt fólk sem er flest mjög sjóað í svona aðstæðum. Þannig það er vonandi að fari eitthvað að gerast.“
Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Utanríkismál Tengdar fréttir Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23