Hetja Fílabeinsstrandarinnar greindist með krabbamein fyrir einu og hálfu ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2024 08:00 Sébastien Haller tryggði Fílabeinsströndinni Afríkumeistaratitilinn. getty/Fareed Kotb Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá Sébastien Haller, hetju Fílabeinsstrandarinnar í úrslitaleik Afríkumótsins, undanfarna mánuði. Haller skoraði sigurmark Fílabeinsstrandarinnar þegar liðið vann Nígeríu, 1-2, í úrslitaleik Afríkumótsins í gær. Fílbeinsstrendingar lentu undir í leiknum en Franck Kessie jafnaði á 62. mínútu og níu mínútum fyrir leikslok skoraði Haller svo sigurmarkið. Þetta var stór stund fyrir Haller sem greindist með krabbamein í eista í júlí 2022. Hann sneri aftur á völlinn í febrúar í fyrra og núna, ári seinna, tryggði hann þjóð sinni þriðja Afríkumeistaratitil sinn. July 2022, Sébastien Haller was diagnosed with testicular cancer. February 2023, Haller beats cancer and then he made a return to football. February 2024, Haller scores the goal for Ivory Coast in the AFCON final.Never give up. pic.twitter.com/8eXgf9NHtn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 11, 2024 Haller er fæddur í Frakklandi og lék fyrir yngri landslið Frakka. Árið 2020 ákvað hann hins vegar að spila fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann hefur leikið 26 landsleiki og skorað tíu mörk. Tvö þeirra komu á Afríkumótinu en Haller skoraði eina mark leiksins þegar Fílabeinsströndin vann Kongó, 1-0, í undanúrslitunum. Haller missti af öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni vegna meiðsla en sneri aftur í útsláttarkeppninni. Haller, sem er 29 ára, leikur með Borussia Dortmund. Hann kom til liðsins frá Ajax 2022 en þar áður lék hann með West Ham United. Afríkukeppnin í fótbolta Fílabeinsströndin Krabbamein Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Haller skoraði sigurmark Fílabeinsstrandarinnar þegar liðið vann Nígeríu, 1-2, í úrslitaleik Afríkumótsins í gær. Fílbeinsstrendingar lentu undir í leiknum en Franck Kessie jafnaði á 62. mínútu og níu mínútum fyrir leikslok skoraði Haller svo sigurmarkið. Þetta var stór stund fyrir Haller sem greindist með krabbamein í eista í júlí 2022. Hann sneri aftur á völlinn í febrúar í fyrra og núna, ári seinna, tryggði hann þjóð sinni þriðja Afríkumeistaratitil sinn. July 2022, Sébastien Haller was diagnosed with testicular cancer. February 2023, Haller beats cancer and then he made a return to football. February 2024, Haller scores the goal for Ivory Coast in the AFCON final.Never give up. pic.twitter.com/8eXgf9NHtn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 11, 2024 Haller er fæddur í Frakklandi og lék fyrir yngri landslið Frakka. Árið 2020 ákvað hann hins vegar að spila fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann hefur leikið 26 landsleiki og skorað tíu mörk. Tvö þeirra komu á Afríkumótinu en Haller skoraði eina mark leiksins þegar Fílabeinsströndin vann Kongó, 1-0, í undanúrslitunum. Haller missti af öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni vegna meiðsla en sneri aftur í útsláttarkeppninni. Haller, sem er 29 ára, leikur með Borussia Dortmund. Hann kom til liðsins frá Ajax 2022 en þar áður lék hann með West Ham United.
Afríkukeppnin í fótbolta Fílabeinsströndin Krabbamein Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira