Austin aftur inn á sjúkrahús og aðstoðarráðherrann tekinn við í bili Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:58 Læknar gera enn ráð fyrir að Austin, sem er 70 ára, nái góðum bata eftir krabbameinsmeðferðina. AP/Kevin Wolf Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur falið aðstoðarráðherra sínum að sinna embættisskyldum sínum á meðan hann dvelst á spítala vegna vandamála í þvagblöðru. Ráðherrann var harðlega gagnrýndur fyrr á þessu ári fyrir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og lagst tvívegis inn á sjúkrahús, í desember og janúar, án þess að láta aðstoðarráðherrann og/eða Hvíta húsið vita. Í þetta sinn gaf varnarmálaráðuneytið því út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Austin hefði verið lagður inn á Walter Reed National Military Medical Center í Virginíu og að Hvíta húsinu og öðrum hefði verið gert viðvart. Nokkrum klukkustundum síðar var önnur tilkynning send út þar sem greint var frá því að Austin hefði falið aðstoðarvarnarmálaráðherranum Kathleen Hicks að sinna öllum embættisskyldum sínum. Læknar Austin segja umrætt vandamál sem ráðherrann glímir nú við í þvagblöðrunni ekki breyta því að þeir geri ráð fyrir að hann nái góðum bata eftir meðferðina við blöðruhálskirtilskrabbameininu. Austin gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins í desember og var lagður aftur inn á nýársdag vegna verkja í fótum, mjöðm og kviði. Rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða þvagfærasýkingu og lá Austin inni í tvær vikur á meðan hann var að jafna sig. Ráðherrann boðaði til blaðamannafundar í síðustu viku þar sem sagðist iðrast þess mjög að hafa ekki látið vita af krabbameinsgreiningunni. Þá sagðist hann hafa beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta persónulega afsökunar. Hann hefði ekki beðið starfsmenn sína að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri. Sem varnarmálaráðherra er Austin næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins á eftir forsetanum. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Ráðherrann var harðlega gagnrýndur fyrr á þessu ári fyrir að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og lagst tvívegis inn á sjúkrahús, í desember og janúar, án þess að láta aðstoðarráðherrann og/eða Hvíta húsið vita. Í þetta sinn gaf varnarmálaráðuneytið því út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Austin hefði verið lagður inn á Walter Reed National Military Medical Center í Virginíu og að Hvíta húsinu og öðrum hefði verið gert viðvart. Nokkrum klukkustundum síðar var önnur tilkynning send út þar sem greint var frá því að Austin hefði falið aðstoðarvarnarmálaráðherranum Kathleen Hicks að sinna öllum embættisskyldum sínum. Læknar Austin segja umrætt vandamál sem ráðherrann glímir nú við í þvagblöðrunni ekki breyta því að þeir geri ráð fyrir að hann nái góðum bata eftir meðferðina við blöðruhálskirtilskrabbameininu. Austin gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins í desember og var lagður aftur inn á nýársdag vegna verkja í fótum, mjöðm og kviði. Rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða þvagfærasýkingu og lá Austin inni í tvær vikur á meðan hann var að jafna sig. Ráðherrann boðaði til blaðamannafundar í síðustu viku þar sem sagðist iðrast þess mjög að hafa ekki látið vita af krabbameinsgreiningunni. Þá sagðist hann hafa beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta persónulega afsökunar. Hann hefði ekki beðið starfsmenn sína að halda sjúkdómsgreiningunni leyndri. Sem varnarmálaráðherra er Austin næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins á eftir forsetanum.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. 10. janúar 2024 06:57
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58