Sigurbjörn Árni með tandurhreinan ristil Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2024 14:38 Sigurbjörn Árni reyndist vera með tandurhreinan ristil og því fagna allir góðir menn. vísir/vilhelm Facebook-vinir Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, ráku upp stór augu í dag – en skólameistarinn á Laugum birti glaðbeittur myndir af ristli sínum. Sigurbjörn Árni fór sem sagt í ristilspeglun og skráði það samviskusamlega. Það kom á daginn að ristillinn er tandurhreinn. Og fínn. Sem gleður vitaskuld vini hans, fjölskyldu og líklega alla frjálsíþróttaáhugamenn landsins en fáir eru eins vel að sér um frjálsar íþróttir og Sigurbjörn Árni sem er með þeim allra skemmtilegustu sem fást við að lýsa íþróttaviðburðum, sem hann gerir þegar mikið liggur við. Myndirnar má sjá í Facebook-færslu Sigurbjörns Árna hér að neðan. Þær gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Kæruleysissprautan toppar flest Þetta er kannski ekki fyrir extra-viðkvæma en Sigurbjörn Árni telur einsýnt að þetta sé eina leiðin til að nálgast krabbamein, nefnilega að tala um það af hispursleysi. Því ekki teljast statusar sem þessi venjulegir. Eða, þú hefur ekkert verið undir áhrifum kæruleysissprautunnar þegar þú skrifaðir statusinn? „Neinei, ekki þannig. En maður fær þessa kæruleysissprautu og manni líður alveg afskaplega vel. Maður verður svona ægilega glaður. Stressar sig ekki. Ef ég myndi byrja alla mánudaga á kæruleysissprautu yrðu nemendur við Framhaldsskólann á Laugum ánægðir með það. Ég myndi ekki nöldra í neinum,“ segir Sigurbjörn Árni. Og það fer ekki á milli mála að hann er í góðu skapi. Sigurbjörn Árni segir að hann hafi farið í ristilspeglunina á Húaavík. „Við erum með helvíti góðan meltingarfæralækni. Ásgeir Böðvarsson sem er Mývetningur en flutti á Húsavík fyrir allmörgum árum.“ Sigurbjörn Árni segir svo frá að hann hafi farið á klósettið fyrir tæpum tveimur vikum og þegar hann stóð upp var klósettskálin full af blóði. Í ljósi fjölskyldusögu um ristilkrabba og þess að hann greindist með sortuæxli fyrir um þremur árum var ákveðið að drífa hann í maga- og ristilspeglun. Og þar reyndist allt tandurhreint og fínt. Sigurbjörn telur að það hljóti að hafa sprungið einhver gyllinæðargúlpur fyrir hálfum mánuði. Í það minnsta fannst ekkert. Sortuæxlið er ólíkindatól Spurður um sortuæxlið segir Sigurbjörn að það gangi bara vel með það. „Það er enn slatti af æxlum í mér en þau hafa ekkert breyst síðan í október 2021 og ég hef ekki tekið nein lyf síðan í apríl 22. Þetta er biðstaða. Auðvitað hefðum við Friðbjörn læknir kosið að þetta væri alveg farið en það virðist enginn virkni í þeim. En þetta kemur allt í ljós.“ Sigurbjörn Árni segist sæmilegur til heilsunnar og er á meðan er í þeim efnum. „Ef eitthvað breytist tekur maður á því þegar þar að kemur. Ég get ekki verið að eyða lífinu í að velta því fyrir mér á hverjum degi hvort ég drepst úr þessu. Dagsdaglega er ég ekki mikið að spá í þetta.“ Skólameistarinn segir það hafa kitlað þegar speglunartækið hreyfði sig inni í honum og hann hafi fundið fyrir beygjunum. Hann telur að þó þeir hafi verið að leita eftir ristilkrabba, sem er auðlæknanlegur finnist hann á frumstigi, hafi læknirinn ekki síður verið að leita eftir svörtum blettum í kviði sem gætu verið sortuæxli. En ekkert fannst. „Ólíkindatól þetta sortuæxli,“ segir Sigurbjörn Árni kátur. Skóla - og menntamál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Sigurbjörn Árni fór sem sagt í ristilspeglun og skráði það samviskusamlega. Það kom á daginn að ristillinn er tandurhreinn. Og fínn. Sem gleður vitaskuld vini hans, fjölskyldu og líklega alla frjálsíþróttaáhugamenn landsins en fáir eru eins vel að sér um frjálsar íþróttir og Sigurbjörn Árni sem er með þeim allra skemmtilegustu sem fást við að lýsa íþróttaviðburðum, sem hann gerir þegar mikið liggur við. Myndirnar má sjá í Facebook-færslu Sigurbjörns Árna hér að neðan. Þær gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Kæruleysissprautan toppar flest Þetta er kannski ekki fyrir extra-viðkvæma en Sigurbjörn Árni telur einsýnt að þetta sé eina leiðin til að nálgast krabbamein, nefnilega að tala um það af hispursleysi. Því ekki teljast statusar sem þessi venjulegir. Eða, þú hefur ekkert verið undir áhrifum kæruleysissprautunnar þegar þú skrifaðir statusinn? „Neinei, ekki þannig. En maður fær þessa kæruleysissprautu og manni líður alveg afskaplega vel. Maður verður svona ægilega glaður. Stressar sig ekki. Ef ég myndi byrja alla mánudaga á kæruleysissprautu yrðu nemendur við Framhaldsskólann á Laugum ánægðir með það. Ég myndi ekki nöldra í neinum,“ segir Sigurbjörn Árni. Og það fer ekki á milli mála að hann er í góðu skapi. Sigurbjörn Árni segir að hann hafi farið í ristilspeglunina á Húaavík. „Við erum með helvíti góðan meltingarfæralækni. Ásgeir Böðvarsson sem er Mývetningur en flutti á Húsavík fyrir allmörgum árum.“ Sigurbjörn Árni segir svo frá að hann hafi farið á klósettið fyrir tæpum tveimur vikum og þegar hann stóð upp var klósettskálin full af blóði. Í ljósi fjölskyldusögu um ristilkrabba og þess að hann greindist með sortuæxli fyrir um þremur árum var ákveðið að drífa hann í maga- og ristilspeglun. Og þar reyndist allt tandurhreint og fínt. Sigurbjörn telur að það hljóti að hafa sprungið einhver gyllinæðargúlpur fyrir hálfum mánuði. Í það minnsta fannst ekkert. Sortuæxlið er ólíkindatól Spurður um sortuæxlið segir Sigurbjörn að það gangi bara vel með það. „Það er enn slatti af æxlum í mér en þau hafa ekkert breyst síðan í október 2021 og ég hef ekki tekið nein lyf síðan í apríl 22. Þetta er biðstaða. Auðvitað hefðum við Friðbjörn læknir kosið að þetta væri alveg farið en það virðist enginn virkni í þeim. En þetta kemur allt í ljós.“ Sigurbjörn Árni segist sæmilegur til heilsunnar og er á meðan er í þeim efnum. „Ef eitthvað breytist tekur maður á því þegar þar að kemur. Ég get ekki verið að eyða lífinu í að velta því fyrir mér á hverjum degi hvort ég drepst úr þessu. Dagsdaglega er ég ekki mikið að spá í þetta.“ Skólameistarinn segir það hafa kitlað þegar speglunartækið hreyfði sig inni í honum og hann hafi fundið fyrir beygjunum. Hann telur að þó þeir hafi verið að leita eftir ristilkrabba, sem er auðlæknanlegur finnist hann á frumstigi, hafi læknirinn ekki síður verið að leita eftir svörtum blettum í kviði sem gætu verið sortuæxli. En ekkert fannst. „Ólíkindatól þetta sortuæxli,“ segir Sigurbjörn Árni kátur.
Skóla - og menntamál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira