Heilbrigðisráðherra segir að hlustað verði á heimilislækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 07:37 Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson ræddu skrifræðið á Alþingi í gær. „Auðvitað munum við bregðast við þessari beiðni Félags íslenskra heimilislækna og leysa þetta mál, vegna þess að það skiptir miklu máli,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær um tilvísanir vegna barna. Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda