Kona fékk loksins að lýsa stórmóti í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 08:30 Lauren Kalil braut ísinn og stóð sig vel. Hún fær væntanlega fleiri tækifæri á þesu ári. Skjámynd/Youtube Lauren Kalil er brautryðjandi þegar kemur að sjónvarpsútsendingum frá risamótunum í CrossFit. Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil) CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil)
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira