Skera niður pening til EM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 12:00 Dagný Brynjarsdóttir ræðir hér við þær Sveindísi Jane Jónsdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti þar íslensku stelpurnar voru meðal þátttökuþjóða. VÍSIR/VILHELM Svisslendingar eru ekki að vinna sér inn mörg stig í kvennafótboltaheiminum eftir nýjustu fréttir. Svissnesk stjórnvöld hafa nefnilega tilkynnt það að þau ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss á næsta ári. Sviss var valið sem gestgjafi keppninnar 4. apríl í fyrra. Þetta er fjórtánda Evrópumót kvenna en það síðasta fór fram í Englandi 2022. The Swiss Federal Government is cutting finances for the UEFA Women s Euro 2025. With 82m Francs spent on the Men in 2008, the original plan was to spend 15m on the Women however they have announced it has been cut to just 4m.Inequality at its finest.https://t.co/fNLjYrjEa7— swiss wnt (@swisswnt) February 11, 2024 Sextán þjóðir komast á mótið sem verður haldið í átta borgum frá 2. til 27. júlí 2025. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að Sviss fengi mótið frekar en sameiginlegt framboð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Úrslitaatkvæðagreiðslan fór 9-4 fyrir Sviss. Svissnesk stjórnvöld ætluðu að veita fimmtán milljónum svissneskra franka til mótsins en hafa skorið þessa upphæð verulega niður. Nú fara bara fjórar milljónir til mótsins. Fimmtán milljónir svissneskra franka eru 2,3 milljarðar íslenskra króna en fjórar milljónir eru 625 milljónir. Þegar Sviss hélt Evrópumót karla árið 2008 þá settu stjórnvöld 82 milljónir svissneskra franka í mótið. Þarna er gríðarlegur munur á milli kynjanna. Þessar fréttir eru frekar vandræðalegar fyrir Sviss ekki síst þar sem kvennafótboltinn er í gríðarlegri sókn og síðustu stórmót hans hafa aðeins aukið hróður hans út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Dregið verður í riðla fyrir undankeppni mótsins þann 5. mars. Óljóst er hvort Ísland verði í efsta eða næstefsta styrkleikaflokki. EM í Sviss 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Svissnesk stjórnvöld hafa nefnilega tilkynnt það að þau ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss á næsta ári. Sviss var valið sem gestgjafi keppninnar 4. apríl í fyrra. Þetta er fjórtánda Evrópumót kvenna en það síðasta fór fram í Englandi 2022. The Swiss Federal Government is cutting finances for the UEFA Women s Euro 2025. With 82m Francs spent on the Men in 2008, the original plan was to spend 15m on the Women however they have announced it has been cut to just 4m.Inequality at its finest.https://t.co/fNLjYrjEa7— swiss wnt (@swisswnt) February 11, 2024 Sextán þjóðir komast á mótið sem verður haldið í átta borgum frá 2. til 27. júlí 2025. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að Sviss fengi mótið frekar en sameiginlegt framboð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Úrslitaatkvæðagreiðslan fór 9-4 fyrir Sviss. Svissnesk stjórnvöld ætluðu að veita fimmtán milljónum svissneskra franka til mótsins en hafa skorið þessa upphæð verulega niður. Nú fara bara fjórar milljónir til mótsins. Fimmtán milljónir svissneskra franka eru 2,3 milljarðar íslenskra króna en fjórar milljónir eru 625 milljónir. Þegar Sviss hélt Evrópumót karla árið 2008 þá settu stjórnvöld 82 milljónir svissneskra franka í mótið. Þarna er gríðarlegur munur á milli kynjanna. Þessar fréttir eru frekar vandræðalegar fyrir Sviss ekki síst þar sem kvennafótboltinn er í gríðarlegri sókn og síðustu stórmót hans hafa aðeins aukið hróður hans út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Dregið verður í riðla fyrir undankeppni mótsins þann 5. mars. Óljóst er hvort Ísland verði í efsta eða næstefsta styrkleikaflokki.
EM í Sviss 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira