267 sigurvegarar Valgerður Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2024 10:31 Um síðustu helgi ætlaði þakið hreinlega að rifna af Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þar fór fram meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir börn á aldrinum 11 til 14 ára. Börn af öllu landinu voru þar samankominn og gleðin réð svo sannarlega ríkjum. Það er dásamleg upplifun að vera á móti líkt og því sem haldið um síðustu helgi. Keppnisgleðin skein úr hverju andliti, samhugur og samheldni var allsráðandi. Þar sem krakkarnir hvöttu hvort annað áfram algerlega óháð því hvort að þau voru liðsfélagar eða í öðrum liðum. Það fallega við frjálsar íþróttir er að þar eru allir að keppa við sjálfan sig og mættir til þess að bæta eigin árangur og það var svo sannarlega gert um síðustu helgi því þar hreinlega rigndi inn tilkynningum um bætingar á persónulegum árangri hjá keppendum. Það voru 267 sigurvegarar í Laugardalnum um helgina. Því miður fer ekki mikið fyrir umfjöllun um þetta mót í fjölmiðlum sem er sorglegt þar sem okkur vantar nú heldur betur jákvæðar og uppbyggilegar fréttir. Sjálfboðaliðar En það væri ekki hægt að halda svona mót nema einfaldlega vegna þessa að fjöldi manns tekur sinn frítíma í að vinna á þeim. Sjálfboðaliðar sem fá svo allt of sjaldan hrós, takk kæru sjálfboðaliðar sem gáfuð ykkar tíma um helgina. Takk fyrir að standa í þessari óeigingjörnu vinnu. Ykkar vinna varð til þess að ég á sigurvegara sem sigraði sjálfa sig um helgina og sofnaði með bros á vör á sunnudagskvöldið. Takk aftur fyrir ykkur kæru sjálfboðaliðar því án ykkar væri íþróttastarf á Íslandi fátæklegt. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Frjálsar íþróttir Íþróttir barna Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi ætlaði þakið hreinlega að rifna af Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þar fór fram meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir börn á aldrinum 11 til 14 ára. Börn af öllu landinu voru þar samankominn og gleðin réð svo sannarlega ríkjum. Það er dásamleg upplifun að vera á móti líkt og því sem haldið um síðustu helgi. Keppnisgleðin skein úr hverju andliti, samhugur og samheldni var allsráðandi. Þar sem krakkarnir hvöttu hvort annað áfram algerlega óháð því hvort að þau voru liðsfélagar eða í öðrum liðum. Það fallega við frjálsar íþróttir er að þar eru allir að keppa við sjálfan sig og mættir til þess að bæta eigin árangur og það var svo sannarlega gert um síðustu helgi því þar hreinlega rigndi inn tilkynningum um bætingar á persónulegum árangri hjá keppendum. Það voru 267 sigurvegarar í Laugardalnum um helgina. Því miður fer ekki mikið fyrir umfjöllun um þetta mót í fjölmiðlum sem er sorglegt þar sem okkur vantar nú heldur betur jákvæðar og uppbyggilegar fréttir. Sjálfboðaliðar En það væri ekki hægt að halda svona mót nema einfaldlega vegna þessa að fjöldi manns tekur sinn frítíma í að vinna á þeim. Sjálfboðaliðar sem fá svo allt of sjaldan hrós, takk kæru sjálfboðaliðar sem gáfuð ykkar tíma um helgina. Takk fyrir að standa í þessari óeigingjörnu vinnu. Ykkar vinna varð til þess að ég á sigurvegara sem sigraði sjálfa sig um helgina og sofnaði með bros á vör á sunnudagskvöldið. Takk aftur fyrir ykkur kæru sjálfboðaliðar því án ykkar væri íþróttastarf á Íslandi fátæklegt. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar