Babelsturninn nýi Þorsteinn Siglaugsson skrifar 14. febrúar 2024 12:00 Ég fór á fund um daginn hjá alþjóðlegu hugbúnaðarfyrirtæki. Þar var fólk víðsvegar að úr heiminum að tala, allir á ensku. Enska er fyrirtækismálið. En enginn ræðumanna hafði ensku að móðurmáli, sem heyrðist auðvitað vel. Fór að hugsa um hvað þetta er í rauninni skrítið, að fólk eyði megninu af vinnutíma sínum í að eiga samskipti á máli sem það kann ekki almennilega og getur í rauninni aldrei náð viðunandi tökum á. Öll blæbrigði tapast, öll sköpun í málinu, öll margræðnin, ósögðu orðin, dulda kaldhæðnin og leyndi húmorinn. Skömmu seinna var ég svo að leiðbeina einum nemenda minna, þýskum hugbúnaðarsérfræðingi sem talar nú bara alveg bærilega ensku, en samt fór mikill tími í að komast að því hvað hann var nákvæmlega að meina með tiltekinni málsgrein. Ég spurði hann hvort hann gæti ekki bara sagt mér það á þýsku. "Kanntu þýsku?"spurði hann. "Ja, lærði hana allavega í menntó" svaraði ég, "kannski langsótt að segja að það þýði að ég kunni þýsku." Svo hlógum við bara. Tókst þó á endanum að greiða úr málinu, á ensku, sem við kunnum samt hvorugur til hlítar. Skildum við þá málsgreinina á sama hátt? Alveg örugglega ekki. Tölum hvaða mál sem er en skiljum ekki bofs En nú höfum við gervigreind. Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er gervigreindin umtalsvert betri í ensku en nánast allir sem hafa hana ekki að móðurmáli, og raunar stór hluti hinna líka. Stíllinn vissulega flatneskjulegur, en sama gildir svo sem þegar fólk tjáir sig á máli sem það kann ekki til hlítar. Innan skamms má svo reikna með að tæknin hafi almennt náð því stigi að í síma og á fjarfundum getum við einfaldlega talað okkar eigið móðurmál, en látið gervigreind um að snara efninu jafnóðum yfir á hvaða annað tungumál sem er. Svíinn sem starfar hjá alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækinu talar þá bara einfaldlega sænsku við Úkraínumanninn eða Frakkann, og þeir heyra bara úkraínsku eða frönsku útgáfuna og svara á sínu máli. Og þegar Elon Musk eða aðrir sem vinna nú að því hörðum höndum að þróa örflögur í heila fólks eru komnir lengra verður jafnvel nóg að þrýsta á hnapp á heilafjarstýringunni sem við göngum brátt öll með, til að skipta um tungumál og tala frönsku, úkraínsku, svahílí eða hindí eftir því hvað hentar. En auðvitað án þess að skilja bofs í því sem við látum út úr okkur. Gætum við einangrast í eigin málheimi? Við fyrstu sýn kynni þetta að virðast frábær lausn til að tryggja framtíð smárra málsvæða, sem lengi hafa átt undir högg að sækja. En ekki er allt sem sýnist. Samkvæmt gömlum bókum talaði mannkynið eitt sinn allt sama tungumálið. Mannkynið var líka fullt sjálfstrausts og tók sér það fyrir hendur að byggja turn sem ná átti til himins, Babelsturninn. En áður en verkinu var lokið ruddu æðri máttarvöld turninum um koll, tvístruðu fólkinu um allar koppagrundir og, það sem kannski var mest um vert, rugluðu tungumál þess svo ólíkar þjóðir hættu að skilja hver aðra. Þúsundir ólíkra tungumála eru töluð í heiminum í dag. Sum eru hvert öðru lík, önnur gerólík. Og tungumál þróast. Þróun þeirra er að stórum hluta háð þeirri snertingu við önnur tungumál sem á sér stað með ferðalögum og fólksflutningum. En þessi þróun birtist einnig í ólíku málfari eftir kynslóðum. Þess er skemmst að minnast þegar unglingar tóku sig saman, í kjölfar eigin afhroðs á Pisa prófum, og prófuðu þá fullorðnu í unglingamáli. Frammistaðan var síst betri á því prófi en á Pisa hjá unglingunum. En með tímanum rennur orðfæri unglinganna og orðfæri hinna fullorðnu saman. Þannig halda kynslóðirnar áfram að skilja hver aðra um leið og málið þróast. Og tungumálin þróast áfram, ekki aðeins í krafti kynslóðaskipta heldur einnig vegna stöðugrar snertingar við önnur mál. En hvað ef sú framtíðarsýn sem lýst er hér að ofan verður að veruleika? Eða öllu heldur, hvað þegar hún verður orðin að veruleika? Hvað þegar við verðum hætt að skilja og nota önnur tungumál, þegar unglingurinn og foreldrið þurfa ekki lengur að reyna að skilja hvort annað, heldur geta látið tæknina um þýðinguna, og jafnvel um tjáninguna sjálfa? Að ná valdi á, eða hafa vald yfir Tungumálið er stýrikerfi mannlegs samfélags eins og sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari benti á fyrir ekki löngu síðan. Án tungumálsins væri samfélag okkar einfaldlega ekki til. Við tölum gjarna um að það markverða við stóru mállíkönin sé hvernig þau hafa náð valdi á tungumálinu. Þá erum við yfirleitt að nota hugtakið vald í merkingunni að ráða við að nota sér eitthvað. En hugtakið vald hefur aðra og viðurhlutameiri merkingu, og þá notum við forsetninguna "yfir" en ekki "á". Það er sú merking sem við þurfum að velta fyrir okkur nú, þegar í það stefnir að mállíkönin, ein merkasta uppgötvun mannkyns, kunni fljótlega að hafa milligöngu við stóran hluta af samskiptum okkar, og ná þar með valdi yfir þeim. Sagan af Babelsturninum kynni að eiga eftir að blikna í samanburðinum. Því í þetta sinn gætu það orðið einstaklingar, en ekki þjóðir, sem tvístruðust um veröldina og hættu að skilja hverjir aðra. Ógnin er innbyggð í tækifærin Tækifærin sem mállíkönin færa okkur eru miklu stærri en flest okkar geta yfirleitt gert sér í hugarlund. En sama gildir um ógnanirnar. Og við þurfum að gera okkur grein fyrir að þær felast ekki í því að óprúttin tölvuforrit útrými mannkyninu, af eigin hvötum eða undir stjórn pólitískra afla sem okkur er í nöp við. Meginógnin frá mállíkönunum felst nefnilega einmitt í tækifærunum sem þau bjóða. Hún felst í okkar eigin notkun á þeim til að auðvelda okkur lífið, til að forðast að þurfa að læra, forðast að taka ábyrgð á okkur sjálfum sem frjálsir og hugsandi einstaklingar. Til að hindra að mállíkönin nái ekki aðeins valdi á tungumálinu, heldur yfir því, verðum við að skilja hættuna og bregðast við henni af alvöru: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er, bæði á eigin máli og öðrum tungumálum. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur í samskiptum við mállíkönin. Við verðum að vera meðvituð um, og forðast markvisst að nota mállíkönin til að hafa milligöngu í samskiptum, og forðast þá freistingu að láta þau sjá um samskipti okkar. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Íslensk tunga Tækni Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór á fund um daginn hjá alþjóðlegu hugbúnaðarfyrirtæki. Þar var fólk víðsvegar að úr heiminum að tala, allir á ensku. Enska er fyrirtækismálið. En enginn ræðumanna hafði ensku að móðurmáli, sem heyrðist auðvitað vel. Fór að hugsa um hvað þetta er í rauninni skrítið, að fólk eyði megninu af vinnutíma sínum í að eiga samskipti á máli sem það kann ekki almennilega og getur í rauninni aldrei náð viðunandi tökum á. Öll blæbrigði tapast, öll sköpun í málinu, öll margræðnin, ósögðu orðin, dulda kaldhæðnin og leyndi húmorinn. Skömmu seinna var ég svo að leiðbeina einum nemenda minna, þýskum hugbúnaðarsérfræðingi sem talar nú bara alveg bærilega ensku, en samt fór mikill tími í að komast að því hvað hann var nákvæmlega að meina með tiltekinni málsgrein. Ég spurði hann hvort hann gæti ekki bara sagt mér það á þýsku. "Kanntu þýsku?"spurði hann. "Ja, lærði hana allavega í menntó" svaraði ég, "kannski langsótt að segja að það þýði að ég kunni þýsku." Svo hlógum við bara. Tókst þó á endanum að greiða úr málinu, á ensku, sem við kunnum samt hvorugur til hlítar. Skildum við þá málsgreinina á sama hátt? Alveg örugglega ekki. Tölum hvaða mál sem er en skiljum ekki bofs En nú höfum við gervigreind. Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er gervigreindin umtalsvert betri í ensku en nánast allir sem hafa hana ekki að móðurmáli, og raunar stór hluti hinna líka. Stíllinn vissulega flatneskjulegur, en sama gildir svo sem þegar fólk tjáir sig á máli sem það kann ekki til hlítar. Innan skamms má svo reikna með að tæknin hafi almennt náð því stigi að í síma og á fjarfundum getum við einfaldlega talað okkar eigið móðurmál, en látið gervigreind um að snara efninu jafnóðum yfir á hvaða annað tungumál sem er. Svíinn sem starfar hjá alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækinu talar þá bara einfaldlega sænsku við Úkraínumanninn eða Frakkann, og þeir heyra bara úkraínsku eða frönsku útgáfuna og svara á sínu máli. Og þegar Elon Musk eða aðrir sem vinna nú að því hörðum höndum að þróa örflögur í heila fólks eru komnir lengra verður jafnvel nóg að þrýsta á hnapp á heilafjarstýringunni sem við göngum brátt öll með, til að skipta um tungumál og tala frönsku, úkraínsku, svahílí eða hindí eftir því hvað hentar. En auðvitað án þess að skilja bofs í því sem við látum út úr okkur. Gætum við einangrast í eigin málheimi? Við fyrstu sýn kynni þetta að virðast frábær lausn til að tryggja framtíð smárra málsvæða, sem lengi hafa átt undir högg að sækja. En ekki er allt sem sýnist. Samkvæmt gömlum bókum talaði mannkynið eitt sinn allt sama tungumálið. Mannkynið var líka fullt sjálfstrausts og tók sér það fyrir hendur að byggja turn sem ná átti til himins, Babelsturninn. En áður en verkinu var lokið ruddu æðri máttarvöld turninum um koll, tvístruðu fólkinu um allar koppagrundir og, það sem kannski var mest um vert, rugluðu tungumál þess svo ólíkar þjóðir hættu að skilja hver aðra. Þúsundir ólíkra tungumála eru töluð í heiminum í dag. Sum eru hvert öðru lík, önnur gerólík. Og tungumál þróast. Þróun þeirra er að stórum hluta háð þeirri snertingu við önnur tungumál sem á sér stað með ferðalögum og fólksflutningum. En þessi þróun birtist einnig í ólíku málfari eftir kynslóðum. Þess er skemmst að minnast þegar unglingar tóku sig saman, í kjölfar eigin afhroðs á Pisa prófum, og prófuðu þá fullorðnu í unglingamáli. Frammistaðan var síst betri á því prófi en á Pisa hjá unglingunum. En með tímanum rennur orðfæri unglinganna og orðfæri hinna fullorðnu saman. Þannig halda kynslóðirnar áfram að skilja hver aðra um leið og málið þróast. Og tungumálin þróast áfram, ekki aðeins í krafti kynslóðaskipta heldur einnig vegna stöðugrar snertingar við önnur mál. En hvað ef sú framtíðarsýn sem lýst er hér að ofan verður að veruleika? Eða öllu heldur, hvað þegar hún verður orðin að veruleika? Hvað þegar við verðum hætt að skilja og nota önnur tungumál, þegar unglingurinn og foreldrið þurfa ekki lengur að reyna að skilja hvort annað, heldur geta látið tæknina um þýðinguna, og jafnvel um tjáninguna sjálfa? Að ná valdi á, eða hafa vald yfir Tungumálið er stýrikerfi mannlegs samfélags eins og sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari benti á fyrir ekki löngu síðan. Án tungumálsins væri samfélag okkar einfaldlega ekki til. Við tölum gjarna um að það markverða við stóru mállíkönin sé hvernig þau hafa náð valdi á tungumálinu. Þá erum við yfirleitt að nota hugtakið vald í merkingunni að ráða við að nota sér eitthvað. En hugtakið vald hefur aðra og viðurhlutameiri merkingu, og þá notum við forsetninguna "yfir" en ekki "á". Það er sú merking sem við þurfum að velta fyrir okkur nú, þegar í það stefnir að mállíkönin, ein merkasta uppgötvun mannkyns, kunni fljótlega að hafa milligöngu við stóran hluta af samskiptum okkar, og ná þar með valdi yfir þeim. Sagan af Babelsturninum kynni að eiga eftir að blikna í samanburðinum. Því í þetta sinn gætu það orðið einstaklingar, en ekki þjóðir, sem tvístruðust um veröldina og hættu að skilja hverjir aðra. Ógnin er innbyggð í tækifærin Tækifærin sem mállíkönin færa okkur eru miklu stærri en flest okkar geta yfirleitt gert sér í hugarlund. En sama gildir um ógnanirnar. Og við þurfum að gera okkur grein fyrir að þær felast ekki í því að óprúttin tölvuforrit útrými mannkyninu, af eigin hvötum eða undir stjórn pólitískra afla sem okkur er í nöp við. Meginógnin frá mállíkönunum felst nefnilega einmitt í tækifærunum sem þau bjóða. Hún felst í okkar eigin notkun á þeim til að auðvelda okkur lífið, til að forðast að þurfa að læra, forðast að taka ábyrgð á okkur sjálfum sem frjálsir og hugsandi einstaklingar. Til að hindra að mállíkönin nái ekki aðeins valdi á tungumálinu, heldur yfir því, verðum við að skilja hættuna og bregðast við henni af alvöru: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er, bæði á eigin máli og öðrum tungumálum. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur í samskiptum við mállíkönin. Við verðum að vera meðvituð um, og forðast markvisst að nota mállíkönin til að hafa milligöngu í samskiptum, og forðast þá freistingu að láta þau sjá um samskipti okkar. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar