Verkfallsaðgerðir breiðfylkingarinnar yrðu samræmdar Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2024 19:21 Komi til verkfallsaðgerða munu félögin innan breiðfylkingarinnar sem telja 73 prósent alls launafólks á almennum vinnumarkaði samræma aðgerðir sínar þannig að áhrif aðgerðanna verði hvað mest. Stöð 2/Einar Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Ljóst sé að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki og vonandi verði hægt að ganga til samninga á ný sem fyrst. Forysta breiðfylkingarinnar koma saman til fundar í dag en í gærkvöldi fékk samninganefnd VR umboð trúnaðarráðs til að boða til aðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa sett af stað könnun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar heldur í vonina um að þráðurinn verði tekinn upp við samningaborðið. Komi hins vegar til aðgerða verði þess gætt að þær hafi sem mest áhrif.Vísir/Vilhelm „Sem nær til vissra hópa innan félagsins til að kanna hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Á endanum er það svo samninganefnd félagsins sem tekur ákvörðun um hvort farið verði í boðun verkfallsaðgerða. Seðlabankastjóri staðfesti á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær að möguleg ákvæði um þróun vaxta í forsendum kjarasamninga sneiddu ekki að sjálfstæði bankans. Aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem er án aðkomu bankans sem tæki sínar vaxtaákvarðanir sjálfstætt. Þar með ætti sú fyrirstaða Samtaka atvinnulífsins við þann hluta forsenduákvæða ekki að trufla gerð kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þessa afstöðu seðlabankastjóra ekki koma á óvart. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir öllu samfélaginu fyrir bestu að samningar takist sem fyrst.Stöð 2/Einar „Enda liggur alveg fyrir að við gerum okkur fulla grein fyrir sjálfstæði Seðlabankans. Við erum fyrst og fremst að beina sjónum okkar að því að allir aðilar taki þátt í þessari vegferð sem við viljum fara. Sem er að stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Til að Seðlabankinn fái tækifæri til að lækka vexti verða allir að axla sína ábyrgð. Það er ekki hægt að leggja alla áhættu á herðar launafólks. Um það snýst þetta mál,“ segir Vilhjálmur. Formenn VR og Eflingar taka undir þetta sjónarmið. Sólveig Anna segir forsenduákvæðin snúast um að verja launafólk í samningi með litum launahækkunum til fjögurra ára. „Það að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt þessa þvermóðsku þegar kemur að umræðum um þennan sjálfsagða lið er auðvitað miður. En ég bind enn vonir við að þau nái áttum og setjist aftur við samningaborðið með okkur,“ segir formaður Eflingar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðilum vinnumarkaðarins frjálst að semja um hvaða forsendur sem er. Það hafi ekki áhrif á sjálfstæði Seðlabankans sem taki sínar vaxtaákvarðanir á eigin forsendum samkvæmt lögum.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir dapurlegt þegar launaliðurinn og þar með lang stærsti hluti kjarasamninga liggi fyrir, skuli menn ekki sitja við samningaborðið og reyna að finna lausn á deilum um forsendur. „En ég ítreka að þegar tveir deila þurfa oft á tíðum báðir aðilar að gefa eftir og mætast á miðri leið. Og það eru í raun og veru mín skilaboð til Samtaka atvinnulífsins; að við setjumst niður og finnum lausn á þessu máli,“ segir Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal vegna stöðu mála í dag.Vísir/Vilhelm Miði málum hins vegar ekkert áfram muni félögin innan breiðfylkingar samræma sínar aðgerðir. „Fólk er með ólík baklönd. Það þarf að tryggja að farið sé að öllu með réttum hætti. En að sjálfsögðu ef komi til þess að við séum á þeim stað, samræmum við aðgerðir og gætum þess að áhrifin verði þá sem mest,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana vegna málsins í dag. Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2024 11:46 Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Forysta breiðfylkingarinnar koma saman til fundar í dag en í gærkvöldi fékk samninganefnd VR umboð trúnaðarráðs til að boða til aðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa sett af stað könnun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar heldur í vonina um að þráðurinn verði tekinn upp við samningaborðið. Komi hins vegar til aðgerða verði þess gætt að þær hafi sem mest áhrif.Vísir/Vilhelm „Sem nær til vissra hópa innan félagsins til að kanna hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Á endanum er það svo samninganefnd félagsins sem tekur ákvörðun um hvort farið verði í boðun verkfallsaðgerða. Seðlabankastjóri staðfesti á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær að möguleg ákvæði um þróun vaxta í forsendum kjarasamninga sneiddu ekki að sjálfstæði bankans. Aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem er án aðkomu bankans sem tæki sínar vaxtaákvarðanir sjálfstætt. Þar með ætti sú fyrirstaða Samtaka atvinnulífsins við þann hluta forsenduákvæða ekki að trufla gerð kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þessa afstöðu seðlabankastjóra ekki koma á óvart. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir öllu samfélaginu fyrir bestu að samningar takist sem fyrst.Stöð 2/Einar „Enda liggur alveg fyrir að við gerum okkur fulla grein fyrir sjálfstæði Seðlabankans. Við erum fyrst og fremst að beina sjónum okkar að því að allir aðilar taki þátt í þessari vegferð sem við viljum fara. Sem er að stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Til að Seðlabankinn fái tækifæri til að lækka vexti verða allir að axla sína ábyrgð. Það er ekki hægt að leggja alla áhættu á herðar launafólks. Um það snýst þetta mál,“ segir Vilhjálmur. Formenn VR og Eflingar taka undir þetta sjónarmið. Sólveig Anna segir forsenduákvæðin snúast um að verja launafólk í samningi með litum launahækkunum til fjögurra ára. „Það að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt þessa þvermóðsku þegar kemur að umræðum um þennan sjálfsagða lið er auðvitað miður. En ég bind enn vonir við að þau nái áttum og setjist aftur við samningaborðið með okkur,“ segir formaður Eflingar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðilum vinnumarkaðarins frjálst að semja um hvaða forsendur sem er. Það hafi ekki áhrif á sjálfstæði Seðlabankans sem taki sínar vaxtaákvarðanir á eigin forsendum samkvæmt lögum.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir dapurlegt þegar launaliðurinn og þar með lang stærsti hluti kjarasamninga liggi fyrir, skuli menn ekki sitja við samningaborðið og reyna að finna lausn á deilum um forsendur. „En ég ítreka að þegar tveir deila þurfa oft á tíðum báðir aðilar að gefa eftir og mætast á miðri leið. Og það eru í raun og veru mín skilaboð til Samtaka atvinnulífsins; að við setjumst niður og finnum lausn á þessu máli,“ segir Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal vegna stöðu mála í dag.Vísir/Vilhelm Miði málum hins vegar ekkert áfram muni félögin innan breiðfylkingar samræma sínar aðgerðir. „Fólk er með ólík baklönd. Það þarf að tryggja að farið sé að öllu með réttum hætti. En að sjálfsögðu ef komi til þess að við séum á þeim stað, samræmum við aðgerðir og gætum þess að áhrifin verði þá sem mest,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana vegna málsins í dag.
Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2024 11:46 Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2024 11:46
Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45
Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20