Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 21:31 Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans. Vísir/Vilhelm „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ Þetta segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, annar eigenda Curvy.is og Stout, sem báðar eru í húsnæðinu sem kviknaði í í Fellsmúla í kvöld. Fríða, eins og hún er kölluð, fékk fyrstu fréttir af brunanum frá starfsmönnum verslananna um klukkan hálf sex en þeir voru fljótir að rýma, læsa og koma sér út. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011.Vísir/Vilhelm „Þær stóðu svo bara úti og voru að fylgjast með. Ég kem síðan þarna og átta mig á því að það hafði gleymst að loka einni eldvarnarhurð og fékk leyfi til að fara inn. Það var enginn reykur en lykt,“ segir Fríða þakklát. Tímasetningin sé hins vegar óheppileg; útsölur nýbúnar og vorvörurnar farnar að streyma inn, bæði í Curvy.is og Stout, sem er fyrir karla og var opnuð í september. „Það var sama sagan þar; við vorum á fullu þar í dag að taka upp nýja sendingu og það er soldið súrt.“ Að sögn Fríðu er ekki útlit fyrir að bruninn hafi bein áhrif á rýmið sem verslanirnar eru í; þykkur steinveggur aðskilji þær og svæðið þar sem eldurinn blossaði. Það eigi hins vegar eftir að koma endanlega í ljós hvort það tekst að ráða að niðurlögum eldsins í nótt og hver staðan verður á morgun. Tryggingafélagið hugðist senda menn með búnað á vettvang strax í kvöld en slökkviliðið tók fyrir það vegna umfangs aðgerða. Fríða segir fulltrúa tryggingafélagsins hins vegar munu mæta strax í fyrramálið til að meta stöðuna. „Búðirnar verða lokaðar á morgun en við sjáum til hvort við getum opnað á laugardaginn,“ segir Fríða en hún sé hóflega bjartsýn. „Á morgun förum við bara í að meta tjónið og bjarga því sem hægt er að bjarga, undirbúa það að hreinsa út og vera svo bara með góða brunaútsölu svo það sé hægt að byrja upp á nýtt.“ Hún segir þetta vissulega áfall en það sé ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á við. „Maður brettir bara upp ermarnar og heldur áfram, það er bara svoleiðis.“ Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, annar eigenda Curvy.is og Stout, sem báðar eru í húsnæðinu sem kviknaði í í Fellsmúla í kvöld. Fríða, eins og hún er kölluð, fékk fyrstu fréttir af brunanum frá starfsmönnum verslananna um klukkan hálf sex en þeir voru fljótir að rýma, læsa og koma sér út. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011.Vísir/Vilhelm „Þær stóðu svo bara úti og voru að fylgjast með. Ég kem síðan þarna og átta mig á því að það hafði gleymst að loka einni eldvarnarhurð og fékk leyfi til að fara inn. Það var enginn reykur en lykt,“ segir Fríða þakklát. Tímasetningin sé hins vegar óheppileg; útsölur nýbúnar og vorvörurnar farnar að streyma inn, bæði í Curvy.is og Stout, sem er fyrir karla og var opnuð í september. „Það var sama sagan þar; við vorum á fullu þar í dag að taka upp nýja sendingu og það er soldið súrt.“ Að sögn Fríðu er ekki útlit fyrir að bruninn hafi bein áhrif á rýmið sem verslanirnar eru í; þykkur steinveggur aðskilji þær og svæðið þar sem eldurinn blossaði. Það eigi hins vegar eftir að koma endanlega í ljós hvort það tekst að ráða að niðurlögum eldsins í nótt og hver staðan verður á morgun. Tryggingafélagið hugðist senda menn með búnað á vettvang strax í kvöld en slökkviliðið tók fyrir það vegna umfangs aðgerða. Fríða segir fulltrúa tryggingafélagsins hins vegar munu mæta strax í fyrramálið til að meta stöðuna. „Búðirnar verða lokaðar á morgun en við sjáum til hvort við getum opnað á laugardaginn,“ segir Fríða en hún sé hóflega bjartsýn. „Á morgun förum við bara í að meta tjónið og bjarga því sem hægt er að bjarga, undirbúa það að hreinsa út og vera svo bara með góða brunaútsölu svo það sé hægt að byrja upp á nýtt.“ Hún segir þetta vissulega áfall en það sé ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á við. „Maður brettir bara upp ermarnar og heldur áfram, það er bara svoleiðis.“
Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent