„Þeir sem fengu úthlutað eru allir ánægðir“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 09:00 Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi samþykktu á bæjarstjórnarfundi í vikunni umdeilda viljayfirlýsingu um uppbyggingu ríflega 7500 íbúa byggðar fyrir 60 ára og eldri á landi Gunnarshólma. Jörðin er á vatnsverndarsvæði og ekki er gert ráð fyrir þéttbýli þar samkvæmt svæðisskipulagi. Á sama fundi var tillögu minnihlutans, sem fól í sér stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi við Vatnsendahlíð, hafnað. Sú tillaga fól í sér að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir eldra fólk á sömu forsendum. Ólíkt Gunnarshólma þá er Vatnsendahlíð innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, ekki á vatnsverndarsvæði og einungis þarf að ráðast í breytingu á deiliskipulagi. Uppbygging þar gengi því mun hraðar fyrir sig og okkur í minnihlutanum, sem höfum talað fyrir kröftugri uppbyggingu fyrir eldra fólk inni í núverandi byggð, finnst það mun heppilegri leið. Fjölmargir íbúar í efri byggðum horfa nú þegar hýru auga á þetta fallega svæði þar sem Elliðavatnið og Heiðmörkin eru í bakgarðinum og útsýni er yfir stórkostlegan fjallahring. Þjónusta hefur verið að byggjast hratt upp í hverfinu og útivistar- og íþróttaaðstaða á þessu svæði er ein sú allra besta á landinu, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er því mun fýsilegra, hagkvæmara og ódýrara fyrir öll að hefja uppbyggingu í Vatnsendahlíð, inni í núverandi byggð og nýta þá innviði sem eru nú þegar til staðar. En það skiptir bæjarstjórann greinilega meira máli hverjir eiga hagsmuni undir í því hvernig þessari brýnu þörf verður mætt. Sum okkar sem sitja í bæjarstjórn í Kópavogi störfum fyrir íbúa og skiljum að okkar ákvarðanir eiga að snúa að því sem best er fyrir almenning. Ákvörðun um að byggja einangraða byggð fyrir eldra fólk við Gunnarshólma gengur bæði gegn hagsmunum fólksins sem þar á að búa og gegn samþykktum stefnum í skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin er því með öllu ófagleg og drifin áfram af einhverju allt öðru en því sem þjónar almenningi. Það er alvarlegt mál. Reglur um úthlutun lóða eru til þess fallnar að standa vörð um jafnræði og góða stjórnsýslu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur þegar brotið reglur bæjarins með því að afhenda fjárfestum lóðir á Kársnesi án auglýsingar. Til að bíta höfuðið af skömminni, opinberaði meirihlutinn á téðum bæjarstjórnarfundi grímulausan ásetning sinn um sérhagsmunagæsluna og breytti í snarhasti úthlutunarreglunum til að geta nú úthlutað lóðum án undangenginnar auglýsingar eins og áður var gerð krafa um. Útdeilding gæða með ógagnsæjum hætti grefur undan trausti og gengur gegn meginreglum sem tryggja góða stjórnsýslu. Breytingin er lögð fram á sama tíma og viljayfirlýsingin um byggð á Gunnarshólma er afgreidd. Af hverju ætli það sé? Jú, Gunnarshólmahugmyndin felur ekki bara í sér áður nefndar framkvæmdir heldur einnig ráðstöfun á landi Geirlands sem er í eigu Kópavogsbæjar. Þá er nú gott að bæjarstjórinn geti afhent það land líka án þess að reglur sem tryggja jafnræði og gagnsæi séu að þvælast fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem talar alla jafna fyrir markaðslausnum, afhjúpar hér að honum finnst virk samkeppni bara eiga við þegar það hentar honum. Kópavogsbúar eru hér að verða vitni að stórhættulegu afturhvarfi til fortíðar í vinnubrögðum við lóðaúthlutanir, útdeilingu gæða og eigna almennings í Kópavogi. Úthlutun lóða án auglýsinga ýtir undir tækifæri til sérhagsmunagæslu og geðþóttaákvarðana. Slíkt á ekkert sameiginlegt með faglegum vinnubrögðum og nútímalegum stjórnarháttum. Mörg okkar muna vel þá tíma þegar lóðaúthlutun var háð geðþótta þáverandi bæjarstjóra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann svaraði gagnrýni þess tíma, þar sem ríka og fræga fólkið virtist í forgangi, með orðunum: „Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir“. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Kópavogi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar