Sara hjólar í eyðimörkinni á „hvíldardögunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 12:01 Sara Sigmundsdóttir á hjólinu sínu fyrir utan Dúbaí í gær. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er þessa dagana stödd á Arabíuskaganum þar sem hún er að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil. Sara hefur valið það að vera í æfingabúðum í Dúbaí og við hér í kuldanum á klakanum skiljum þá ákvörðun hennar mjög vel. Sara eyðir auðvitað miklum tíma í lyftingarsalnum í lokaundirbúningi sínum fyrir The Open en hún sýndi líka hvað hún gerir á svokölluðum hvíldardögum“ eða á þeim dögum sem hún einbeitir sér að endurheimt eftir krefjandi æfingatörn. Sara er að koma til baka eftir enn ein meiðslin en hún nær vonandi að beita sér að fullu í undankeppni heimsleikanna. Sara hefur ekki komst alla leið á heimsleikana síðan árið 2020 og ætlar hún sér því að enda fjögurra ára bið í ár. Sara segir að fimmtudagarnir séu dagar sem fara í það að leyfa líkamanum að ná aftur vopnum sínum eftir miklar æfingar dagana á undan. Sara hjólar í eyðimörkinni á þessum „hvíldardögum“ en hún skellti sér í 30 kílómetra hjólatúr í sólinni í gær. Eftir það synti hún síðan 1,3 kílómetra í sundlauginni. Þetta flokkast skiljanlega undir virka hvíld en engin afslöppun í gangi. Það er alltaf forvitnilegt að fá að skyggnast aðeins inn í heim CrossFit íþróttafólks og sjá hvað það leggur mikið á sig. Ef þetta er endurheimtardagur þá er bara rétt hægt að ímynda sér hversu erfiðir sjálfir æfingadagarnir eru. Sara viðurkenndi líka eitt sem var að hún fékk of mikinn skammt af D-vítamíni í gær enda að hjóla í sólinni í 30 kílómetra. Hér fyrir neðan má sjá Söru hjóla og synda í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Sara hefur valið það að vera í æfingabúðum í Dúbaí og við hér í kuldanum á klakanum skiljum þá ákvörðun hennar mjög vel. Sara eyðir auðvitað miklum tíma í lyftingarsalnum í lokaundirbúningi sínum fyrir The Open en hún sýndi líka hvað hún gerir á svokölluðum hvíldardögum“ eða á þeim dögum sem hún einbeitir sér að endurheimt eftir krefjandi æfingatörn. Sara er að koma til baka eftir enn ein meiðslin en hún nær vonandi að beita sér að fullu í undankeppni heimsleikanna. Sara hefur ekki komst alla leið á heimsleikana síðan árið 2020 og ætlar hún sér því að enda fjögurra ára bið í ár. Sara segir að fimmtudagarnir séu dagar sem fara í það að leyfa líkamanum að ná aftur vopnum sínum eftir miklar æfingar dagana á undan. Sara hjólar í eyðimörkinni á þessum „hvíldardögum“ en hún skellti sér í 30 kílómetra hjólatúr í sólinni í gær. Eftir það synti hún síðan 1,3 kílómetra í sundlauginni. Þetta flokkast skiljanlega undir virka hvíld en engin afslöppun í gangi. Það er alltaf forvitnilegt að fá að skyggnast aðeins inn í heim CrossFit íþróttafólks og sjá hvað það leggur mikið á sig. Ef þetta er endurheimtardagur þá er bara rétt hægt að ímynda sér hversu erfiðir sjálfir æfingadagarnir eru. Sara viðurkenndi líka eitt sem var að hún fékk of mikinn skammt af D-vítamíni í gær enda að hjóla í sólinni í 30 kílómetra. Hér fyrir neðan má sjá Söru hjóla og synda í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira