Fjármálaráðuneytið hefur áfram rangt við niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum Jón Frímann Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 07:30 Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Jón Frímann Jónsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar