Starfsmenn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum áróðri Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2024 11:52 Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd á Íslandi, segir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að sitja undir ómálefnalegum áróðri og sniðganga á fyrirtækinu sé ómakleg. Fyrirtækið sé víst íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg. Þetta kemur fram í skoðanagrein Garðars Stefánsson, forstjóra Rapyd á Íslandi, sem birtist á Vísi í dag undir nafninu „Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum“. Greinin er framhald af skoðanagrein hans sem birtist fyrir viku um Rapyd á Íslandi þar sem hann sagði að fyrirtækið væri íslenskt, tengdist átökum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki neitt og hefði ekki stutt við hernað Ísraelshers með nokkru móti. Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi. Björn B. Björnsson, sjálftitlaður áhugamaður um mannréttindi, svaraði Garðari á föstudag í skoðanagreininni „Rétt og rangt um Rapyd“ á Vísi. Þar sagði Björn það rangt að fyrirtækið væri íslenskt af því að í fyrirtækjaskrá væru raunverulegir eigendur þess tveir Ísraelar, þar á meðal forstjórinn Arik Shtilman, og Breti. Sömuleiðis sagði Björn það vera rangt að Rapyd hefðu ekki stutt við hernað Ísraelshers af því að fyrrnefndur Shtilman hefði lýst yfir stuðningi við herinn og útrýmingu á öllum Hamas-liðum. Að lokum skrifaði Björn að hann skildi vel að það væri erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Ómálefnaleg krafa um sniðgöngu á Rapyd í nafni mannréttinda „Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum,“ skrifar Garðar í skoðanagrein sinni í dag. Hann segir að þeim rangfærslum verði ekki svarað en hann verði að svara rangfærslum og útúrsnúningum um raunverulegt eignarhald Rapyd á Íslandi. Garðar segir í greininni að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki með íslenska kennitölu sem hefði verið stofnað hér á landi og haft starfsstöð í tugi ára. Félagið sé með umfangsmikla starfsemi og 180 starfsmenn á Íslandi. „Þessir starfsmenn byggja íslenskt samfélag og þurfa því miður að sitja undir ómálefnalegum áróðri um sinn starfsvettvang,“ skrifar hann. Skrif um eigendaskráningu Rapyd í fyrirtækjaskrá byggi á vanþekkingu á því hvernig skráning raunverulegra eigenda virkar. Í ljósi þess að eignarhaldið sé dreift og enginn einstaklingur fari með ráðandi hlut í hlutafélaginu séu þeir einstaklingar sem mynda stjórn þess skráðir sem raunverulegir eigendur. „Krafa um sniðgöngu á Rapyd á Íslandi í nafni mannréttinda er að mínu mati ómálefnaleg og ómakleg. Rapyd á Íslandi og það góða starfsfólk sem starfar hjá félaginu hefur ekkert með ástandið í Mið-Austurlöndum að gera og er jafn vanmáttugt um að stöðva átökin og aðrir hér á landi,“ skrifar hann einnig í greininni. „Það væri óskandi að þeir sem ganga lengst í því að reyna að gera Rapyd á Íslandi að sökudólg átakanna beini kröftum sínum í raunverulegri baráttu fyrir friði og betri veröld. Slíkt vinnst ekki með sniðgöngu á aðilum sem ekkert hafa sér til sakar unnið,“ skrifar hann að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30 Rétt og rangt um Rapyd Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. 15. febrúar 2024 09:30 Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00 Rapyd og Ríkiskaup Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. 8. febrúar 2024 11:30 Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanagrein Garðars Stefánsson, forstjóra Rapyd á Íslandi, sem birtist á Vísi í dag undir nafninu „Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum“. Greinin er framhald af skoðanagrein hans sem birtist fyrir viku um Rapyd á Íslandi þar sem hann sagði að fyrirtækið væri íslenskt, tengdist átökum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki neitt og hefði ekki stutt við hernað Ísraelshers með nokkru móti. Björn B. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi. Björn B. Björnsson, sjálftitlaður áhugamaður um mannréttindi, svaraði Garðari á föstudag í skoðanagreininni „Rétt og rangt um Rapyd“ á Vísi. Þar sagði Björn það rangt að fyrirtækið væri íslenskt af því að í fyrirtækjaskrá væru raunverulegir eigendur þess tveir Ísraelar, þar á meðal forstjórinn Arik Shtilman, og Breti. Sömuleiðis sagði Björn það vera rangt að Rapyd hefðu ekki stutt við hernað Ísraelshers af því að fyrrnefndur Shtilman hefði lýst yfir stuðningi við herinn og útrýmingu á öllum Hamas-liðum. Að lokum skrifaði Björn að hann skildi vel að það væri erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Ómálefnaleg krafa um sniðgöngu á Rapyd í nafni mannréttinda „Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum,“ skrifar Garðar í skoðanagrein sinni í dag. Hann segir að þeim rangfærslum verði ekki svarað en hann verði að svara rangfærslum og útúrsnúningum um raunverulegt eignarhald Rapyd á Íslandi. Garðar segir í greininni að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki með íslenska kennitölu sem hefði verið stofnað hér á landi og haft starfsstöð í tugi ára. Félagið sé með umfangsmikla starfsemi og 180 starfsmenn á Íslandi. „Þessir starfsmenn byggja íslenskt samfélag og þurfa því miður að sitja undir ómálefnalegum áróðri um sinn starfsvettvang,“ skrifar hann. Skrif um eigendaskráningu Rapyd í fyrirtækjaskrá byggi á vanþekkingu á því hvernig skráning raunverulegra eigenda virkar. Í ljósi þess að eignarhaldið sé dreift og enginn einstaklingur fari með ráðandi hlut í hlutafélaginu séu þeir einstaklingar sem mynda stjórn þess skráðir sem raunverulegir eigendur. „Krafa um sniðgöngu á Rapyd á Íslandi í nafni mannréttinda er að mínu mati ómálefnaleg og ómakleg. Rapyd á Íslandi og það góða starfsfólk sem starfar hjá félaginu hefur ekkert með ástandið í Mið-Austurlöndum að gera og er jafn vanmáttugt um að stöðva átökin og aðrir hér á landi,“ skrifar hann einnig í greininni. „Það væri óskandi að þeir sem ganga lengst í því að reyna að gera Rapyd á Íslandi að sökudólg átakanna beini kröftum sínum í raunverulegri baráttu fyrir friði og betri veröld. Slíkt vinnst ekki með sniðgöngu á aðilum sem ekkert hafa sér til sakar unnið,“ skrifar hann að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30 Rétt og rangt um Rapyd Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. 15. febrúar 2024 09:30 Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00 Rapyd og Ríkiskaup Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. 8. febrúar 2024 11:30 Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30
Rétt og rangt um Rapyd Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. 15. febrúar 2024 09:30
Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00
Rapyd og Ríkiskaup Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. 8. febrúar 2024 11:30
Hver er þinn hirðir? Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. 7. febrúar 2024 11:00