KSÍ ræður lögmann í slaginn við ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 15:06 KSÍ hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017, en fékk áður styrk vegna afmarkaðra verkefna, til að mynda vegna A-landsliðs kvenna. vísir/Diego Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins. KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“ KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“
KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30
„Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30