Yfir 400 þúsund íbúar núna skráðir á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2024 20:44 Hildur Ragnars er forstjóri Þjóðskrár Íslands. Sigurjón Ólason Fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi er kominn í fjögurhundruð þúsund, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Raunverulegur mannfjöldi á Íslandi er þó talinn eitthvað lægri. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03
Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07