„Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“ Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 17:56 Magnús lætur gott heita hjá Símanum eftir tíu ár í starfi. Síminn Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð. Síminn tilkynntu um það í dag að Magnús hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Í samtali við Vísi segir hann að hann hafi einfaldlega ákveðið að láta gott heita. „Ég er akkúrat núna búinn að vera í tíu ár hjá Símanum í þessu rönni, ég var náttúrulega áður hjá Símanum 2004 til 2007. Þetta eru komin tíu ár núna og held að það sé ágætur tími og ég er búinn að ná öllum mínum persónulegu markmiðum. Nú er bara kominn tími til að hleypa einhverri ferskri hugsun að.“ Veit ekkert hvað tekur við Miðað við ákvörðun Magnúsar um að hætta í starfi núna lá beinast við því að spyrja hann að því hvort hann væri nokkuð að máta sig við embætti forseta, sem losnar í sumar. „Það hefur ekkert hvarflað að mér og mun ekki hvarfla að mér. Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig varðandi það embætti. Þannig að það er eins skýrt nei og það getur orðið,“ segir Magnús og skellihlær. Hann segir að hann verði Símanum innan handar val fram eftir ári að ganga frá nokkrum samningum og breytingaverkefnum. Svo muni hann byrja að líta í kringum sig með hækkandi sól. „Svo er mjög gott að fara út á eigin forsendum. Klopp og Guðni voru góðar fyrirmyndir í þessu,“ segir Magnús og vísar til óvæntra tilkynninga þeirra Jürgens Klopp og Guðna Th. Jóhannessonar um að þeir ætluðu að láta gott heita eftir tímabilið sem líður. Klopp er fráfarandi þjálfari enska stórliðsins Liverpool og Guðni er fráfarandi forseti Íslands. Aldrei að vita hvað gerist á fjölmiðlamarkaði Þá segir Magnús að hann muni fylgjast spenntur með því sem gerist á fjölmiðlamarkaði á næstu misserum, enda telji sviptingar í kortunum þar. „Ég tel þetta verði eins og flest ár, að það verði einhverjar miklar sviptingar þar.“ Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Síminn tilkynntu um það í dag að Magnús hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Í samtali við Vísi segir hann að hann hafi einfaldlega ákveðið að láta gott heita. „Ég er akkúrat núna búinn að vera í tíu ár hjá Símanum í þessu rönni, ég var náttúrulega áður hjá Símanum 2004 til 2007. Þetta eru komin tíu ár núna og held að það sé ágætur tími og ég er búinn að ná öllum mínum persónulegu markmiðum. Nú er bara kominn tími til að hleypa einhverri ferskri hugsun að.“ Veit ekkert hvað tekur við Miðað við ákvörðun Magnúsar um að hætta í starfi núna lá beinast við því að spyrja hann að því hvort hann væri nokkuð að máta sig við embætti forseta, sem losnar í sumar. „Það hefur ekkert hvarflað að mér og mun ekki hvarfla að mér. Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig varðandi það embætti. Þannig að það er eins skýrt nei og það getur orðið,“ segir Magnús og skellihlær. Hann segir að hann verði Símanum innan handar val fram eftir ári að ganga frá nokkrum samningum og breytingaverkefnum. Svo muni hann byrja að líta í kringum sig með hækkandi sól. „Svo er mjög gott að fara út á eigin forsendum. Klopp og Guðni voru góðar fyrirmyndir í þessu,“ segir Magnús og vísar til óvæntra tilkynninga þeirra Jürgens Klopp og Guðna Th. Jóhannessonar um að þeir ætluðu að láta gott heita eftir tímabilið sem líður. Klopp er fráfarandi þjálfari enska stórliðsins Liverpool og Guðni er fráfarandi forseti Íslands. Aldrei að vita hvað gerist á fjölmiðlamarkaði Þá segir Magnús að hann muni fylgjast spenntur með því sem gerist á fjölmiðlamarkaði á næstu misserum, enda telji sviptingar í kortunum þar. „Ég tel þetta verði eins og flest ár, að það verði einhverjar miklar sviptingar þar.“
Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent