Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2024 20:31 Félagarnir Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa (t.v.) og Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa, sem voru með eitt af erindunum á vísindaráðstefnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira