Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2024 20:31 Félagarnir Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa (t.v.) og Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa, sem voru með eitt af erindunum á vísindaráðstefnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Sjá meira
Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent