Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2024 20:31 Félagarnir Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa (t.v.) og Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa, sem voru með eitt af erindunum á vísindaráðstefnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira