Náttúra, vinátta og tilgangur er lausnin við versnandi geðheilsu barna og ungmenna Harpa Ósk Valgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar