„Ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Draga þarf úr notkun sýklalyfja eins og kostur er og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Þetta er á meðal tillagna starfshóps um leiðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi. Ný lyf munu ekki bjarga okkur úr þeim vanda sem blasir við vegna sýklalyfjaónæmra baktería að sögn fyrrverandi sóttvarnalæknis. Í skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar, segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag og að ógnin fari vaxandi með hverju ári. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á tímann fyrir uppgötvun sýklalyfja. Þverfaglegur starfshópur hefur nú skilað skýrslu með aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, sat í starfshópnum en tillögurnar eru viðamiklar og nálgunin heildstæð. „Þetta eru aðgerðir sem snúa að mönnum, dýrum, umhverfi, matvælum og fleira þannig að við reynum að hafa þetta eins viðamikið og við getum,“ segir Þórólfur. Verkefnum er forgangsraðað eftir mikilvægi. „Helstu atriðin sem skipta þarna máli er fræðsla um sýklalyfjanotkun; að grípa til aðgerða til að reyna að minnka sýklalyfjanotkun og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Reyndar er sýklalyfjanotkun á dýrum í góðu horfi eins og er. Svo snýr þetta mikið að vöktun, að geta fylgst vel með hvað er að gerast.“ Draga þarf úr útbreiðslu sýkinga til að byrja með, til dæmis með bólusetningu, hreinlæti og sóttvörnum. „Það eru ýmsar bólusetningar sem koma í veg fyrir sýkingar hjá mönnum og börnum til dæmis, sem eru núna í gangi og gætu orðið þýðingamiklar á næstunni sem geta komið í veg fyrir alls konar sýkingar og komið þannig í veg fyrir sýklalyfjanotkun.“ Þórólfur segir ekki von á nýrri og öflugri sýklalyfjum sem geti bjargað okkur úr þessum vanda. „Það eru mjög fá sýklalyf í þróun og jafnvel þó þau kæmu á markað þá væru þau örugglega mjög dýr, mjög breiðvirk og yrðu örugglega ekki notuð nema í svona völdum tilvikum og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram hefja það að það þurfi að grípa til svona aðgerða til að koma í veg fyrir svona hluti, útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, því ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli.“ Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Í skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar, segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag og að ógnin fari vaxandi með hverju ári. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á tímann fyrir uppgötvun sýklalyfja. Þverfaglegur starfshópur hefur nú skilað skýrslu með aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, sat í starfshópnum en tillögurnar eru viðamiklar og nálgunin heildstæð. „Þetta eru aðgerðir sem snúa að mönnum, dýrum, umhverfi, matvælum og fleira þannig að við reynum að hafa þetta eins viðamikið og við getum,“ segir Þórólfur. Verkefnum er forgangsraðað eftir mikilvægi. „Helstu atriðin sem skipta þarna máli er fræðsla um sýklalyfjanotkun; að grípa til aðgerða til að reyna að minnka sýklalyfjanotkun og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Reyndar er sýklalyfjanotkun á dýrum í góðu horfi eins og er. Svo snýr þetta mikið að vöktun, að geta fylgst vel með hvað er að gerast.“ Draga þarf úr útbreiðslu sýkinga til að byrja með, til dæmis með bólusetningu, hreinlæti og sóttvörnum. „Það eru ýmsar bólusetningar sem koma í veg fyrir sýkingar hjá mönnum og börnum til dæmis, sem eru núna í gangi og gætu orðið þýðingamiklar á næstunni sem geta komið í veg fyrir alls konar sýkingar og komið þannig í veg fyrir sýklalyfjanotkun.“ Þórólfur segir ekki von á nýrri og öflugri sýklalyfjum sem geti bjargað okkur úr þessum vanda. „Það eru mjög fá sýklalyf í þróun og jafnvel þó þau kæmu á markað þá væru þau örugglega mjög dýr, mjög breiðvirk og yrðu örugglega ekki notuð nema í svona völdum tilvikum og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram hefja það að það þurfi að grípa til svona aðgerða til að koma í veg fyrir svona hluti, útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, því ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli.“
Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30
Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07