Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 09:01 Ísland mætir Ísrael í Ungverjalandi 21. mars. vísir/hulda margrét Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify. KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify.
KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42