Ríkislögreglustjóri býður skotvopnanámskeið út Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2024 10:27 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Innan vébanda embættisins er nú unnið að breyttu fyrirkomulagi á skotvopnanámskeiðahaldi. Ust sagði upp samninginum. vísir/vilhelm Um síðustu áramót sagði Umhverfisstofnun upp samningi við Ríkislögreglustjóra sem varðar utanumhald og framkvæmd skotvopnanámskeiða. Ríkislögreglustjóri hyggst bjóða framkvæmdina út. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að samningi hafi verið sagt upp og eru margir þeir sem ætla að næla sér í skotvopnaleyfi orðnir langeygir eftir því hvernig fyrirkomulagið verður á þessu. Umhverfisstofnun hefur annast framkvæmd skotvopnanámskeiða og prófa samkvæmt samningi við Ríkislögreglustjóra en nú er það búið. Af heimasíðu ust. Þessi tilkynning hefur verið lengi uppi og eru menn sem hyggjast taka skotvopnaleyfi orðnir langeygir eftir því að nýtt fyrirkomulag verði kynnt. Upplýsingar á síðu Umhverfisstofnun eru misvísandi en þar á bæ bíða menn átekta, eftir því hvað Ríkislögreglustjóri muni taka til bragðs. Var orðið of mikið mál Bjarni Jónasson sérfræðingur hjá Umhverfistofunun segir þá hjá stofnuninni hafa séð um þessi námskeið síðan hann man ekki hvenær en það var metið sem svo að námskeiðið héldist ágætlega í hendur við framkvæmd og útgáfu veiðikortsins, sem er áskilið fyrir alla þá sem stunda skotveiði. Bjarni segir það svo hafa tengst verkefnastöðu að samningnum var sagt upp, þetta væri stórt og viðamikið verkefni og ákveðið hafi verið að einbeita sér frekar að veiðikortinu. „Mér skilst að Ríkislögreglustjóri, sem ber ábyrgð á þessu, muni auglýsa fljótlega nýtt fyrirkomulag,“ segir Bjarni. Vísir beindi því fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og þar er unnið að málinu. „Það er rétt Umhverfisstofnun hefur sinnt þessu fyrir okkur síðastliðin ár og hafa nú sagt upp samningi þar um. Vinna stendur nú yfir vegna þessa og komum við til með að auglýsa útboð um þessa þjónustu. Vonir eru bundnar við að útboð verði birt í kringum næstu mánaðamót,“ segir í svari Ríkislögreglustjóra. Þátttakendur standi undir kostnaði Embættið gerir ráð fyrir því að samið verði, að undangengnu útboði, við þá aðila sem eru færir um að annast framkvæmdina, þá bæði bóklegu og verklegu námskeiðin ásamt prófum. „Embætti ríkislögreglustjóra mun þó koma að því hvernig framkvæmdin verður,“ segir í svari og að það komi í ljós við opnun útboða hversu mikið Ríkislögreglustjóri gerir ráð fyrir að slík framkvæmd kosti. Þó víða sé þrengt að skotveiðimönnum er áhugi á því að ná sér í skotvopnaleyfi mikill. Ýmislegt hangir á spýtunni svo sem sala á skotvopnum.vísir/vilhelm „Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjöld nái utan um kostnað vegna námskeiða.“ En er breytt tilhögun inni í myndinni? Mun námið verða ítarlegra og kostnaðarsamara en verið hefur? „Það er vilji til að uppfæra námskeiðin og verður sú vinna unnin með þeim sem kemur til með að annast framkvæmd námskeiðanna.“ Í svari kemur fram að í auglýsingu nr. 288/2017 komi fram hver kostnaðurinn verði. Það verði svo bara að koma í ljós hvort ástæða sé til að gera breytingar þar á, en það færi þá í hefðbundið ferli. Fjölgun líkleg ef aldurstakmarkið verður 18 ár Nú hefur hópur Sjálfstæðismanna gert ráð fyrir, í frumvarpsdrögum, að vopnalögum verði breytt og nú geti 18 ára sótt um skotvopnaleyfi í stað 20 ára áður. Hefur það áhrif á undirbúning fyrir næsta námskeið og búast menn við meiri fjölda ef þetta verður samþykkt? „Þar er verið að samræma öll aldursskilyrði laga við sjálfræðisaldur. Vopnalögin eru þar engin undantekning. Umsækjandi um skotvopnaleyfi þarf að uppfylla þau skilyrði sem sett eru og ná tilskyldum árangri í skotvopnaprófi. Tvö ár eru ef til vill ekki svo þýðingarmikil enda eru 18 ára einstaklingar sjálfráða með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir,“ segir í svari Ríkislögreglustjóra. Þá kemur fram að erfitt sér að segja til um hver áhrif breytinga á aldursákvæðum verði varðandi undirbúning og fjölda á næsta námskeiði á þessari stundu. „Það má þó leiða líkur að því að nái breytingin í gegn muni það leiða af sér einhverja fjölgun á námskeiðum.“ Skotveiði Skotvopn Stjórnsýsla Lögreglan Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að samningi hafi verið sagt upp og eru margir þeir sem ætla að næla sér í skotvopnaleyfi orðnir langeygir eftir því hvernig fyrirkomulagið verður á þessu. Umhverfisstofnun hefur annast framkvæmd skotvopnanámskeiða og prófa samkvæmt samningi við Ríkislögreglustjóra en nú er það búið. Af heimasíðu ust. Þessi tilkynning hefur verið lengi uppi og eru menn sem hyggjast taka skotvopnaleyfi orðnir langeygir eftir því að nýtt fyrirkomulag verði kynnt. Upplýsingar á síðu Umhverfisstofnun eru misvísandi en þar á bæ bíða menn átekta, eftir því hvað Ríkislögreglustjóri muni taka til bragðs. Var orðið of mikið mál Bjarni Jónasson sérfræðingur hjá Umhverfistofunun segir þá hjá stofnuninni hafa séð um þessi námskeið síðan hann man ekki hvenær en það var metið sem svo að námskeiðið héldist ágætlega í hendur við framkvæmd og útgáfu veiðikortsins, sem er áskilið fyrir alla þá sem stunda skotveiði. Bjarni segir það svo hafa tengst verkefnastöðu að samningnum var sagt upp, þetta væri stórt og viðamikið verkefni og ákveðið hafi verið að einbeita sér frekar að veiðikortinu. „Mér skilst að Ríkislögreglustjóri, sem ber ábyrgð á þessu, muni auglýsa fljótlega nýtt fyrirkomulag,“ segir Bjarni. Vísir beindi því fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og þar er unnið að málinu. „Það er rétt Umhverfisstofnun hefur sinnt þessu fyrir okkur síðastliðin ár og hafa nú sagt upp samningi þar um. Vinna stendur nú yfir vegna þessa og komum við til með að auglýsa útboð um þessa þjónustu. Vonir eru bundnar við að útboð verði birt í kringum næstu mánaðamót,“ segir í svari Ríkislögreglustjóra. Þátttakendur standi undir kostnaði Embættið gerir ráð fyrir því að samið verði, að undangengnu útboði, við þá aðila sem eru færir um að annast framkvæmdina, þá bæði bóklegu og verklegu námskeiðin ásamt prófum. „Embætti ríkislögreglustjóra mun þó koma að því hvernig framkvæmdin verður,“ segir í svari og að það komi í ljós við opnun útboða hversu mikið Ríkislögreglustjóri gerir ráð fyrir að slík framkvæmd kosti. Þó víða sé þrengt að skotveiðimönnum er áhugi á því að ná sér í skotvopnaleyfi mikill. Ýmislegt hangir á spýtunni svo sem sala á skotvopnum.vísir/vilhelm „Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjöld nái utan um kostnað vegna námskeiða.“ En er breytt tilhögun inni í myndinni? Mun námið verða ítarlegra og kostnaðarsamara en verið hefur? „Það er vilji til að uppfæra námskeiðin og verður sú vinna unnin með þeim sem kemur til með að annast framkvæmd námskeiðanna.“ Í svari kemur fram að í auglýsingu nr. 288/2017 komi fram hver kostnaðurinn verði. Það verði svo bara að koma í ljós hvort ástæða sé til að gera breytingar þar á, en það færi þá í hefðbundið ferli. Fjölgun líkleg ef aldurstakmarkið verður 18 ár Nú hefur hópur Sjálfstæðismanna gert ráð fyrir, í frumvarpsdrögum, að vopnalögum verði breytt og nú geti 18 ára sótt um skotvopnaleyfi í stað 20 ára áður. Hefur það áhrif á undirbúning fyrir næsta námskeið og búast menn við meiri fjölda ef þetta verður samþykkt? „Þar er verið að samræma öll aldursskilyrði laga við sjálfræðisaldur. Vopnalögin eru þar engin undantekning. Umsækjandi um skotvopnaleyfi þarf að uppfylla þau skilyrði sem sett eru og ná tilskyldum árangri í skotvopnaprófi. Tvö ár eru ef til vill ekki svo þýðingarmikil enda eru 18 ára einstaklingar sjálfráða með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir,“ segir í svari Ríkislögreglustjóra. Þá kemur fram að erfitt sér að segja til um hver áhrif breytinga á aldursákvæðum verði varðandi undirbúning og fjölda á næsta námskeiði á þessari stundu. „Það má þó leiða líkur að því að nái breytingin í gegn muni það leiða af sér einhverja fjölgun á námskeiðum.“
Skotveiði Skotvopn Stjórnsýsla Lögreglan Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira