Sport

Sá yngsti til að ná fimm­faldri fimmu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Victor Wembanyama hefur stimplað sig inn í NBA deildina af krafti og töfrar reglulega fram ótrúlega tölfræði
Victor Wembanyama hefur stimplað sig inn í NBA deildina af krafti og töfrar reglulega fram ótrúlega tölfræði Christian Petersen/Getty Images

Victor Wembanyama hélt ótrúlegum afrekum áfram í nótt þegar hann varð annar nýliðinn og aðeins 22. leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora 5+ stig, gefa 5+ stoðsendingar, grípa 5+ fráköst, stela 5+ boltum og verja 5+ skot. 

Wembanyama endaði með 27 stig, 10 fráköst, 8 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 5 varin skot í 113-108 tapi gegn Los Angeles Lakers. Wembanyama er annar nýliðinn í sögu NBA sem knýr fram slíka tölfræði, sá fyrsti var Jamaal Tinsley árið 2001. 

Auk þess er Wembanyama fyrsti leikmaðurinn til að stela 5 boltum og verja 5 skot tvo leiki í röð, síðan Michael Jordan gerði það árið 1987. 

„Fyrir mér er þetta aukaatriði. Vonandi fögnum við sigrum í framtíðinni, mér fannst frammistaðan góð í dag en ég get ekki verið ánægður eftir tap“ sagði Wembanyama þegar fréttamaður ESPN upplýsti hann um afrekin. 

Lebron James var í sigurliði Lakers í gær og hrósaði hinum unga Wembanyama í hástert. 

„Það er ekkert þak hversu langt hann getur náð... ég benti á það fyrir löngu hversu ótrúlegur hann væri. Spurningin er bara hvort honum takist að halda þessu áfram.“

Tapið í gær var tíunda tap San Antonio Spurs í ellefu leikjum. Liðið situr neðst í vesturhluta NBA deildarinnar með 11 sigra og 46 töp. LA Lakers eru í 9. sætinu með 31 sigur og 27 töp. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×