Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 17:01 Konan var gómuð við komuna til landsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 16. febrúar síðastliðinn. Þar segir að konan hafi verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 1.010 millilítrum af amfetamínbasa, með styrkleika 45 til 47 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hún hafi flutt fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Gdansk í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Játaði skýlaust Í dóminum segir að konan hafi mætt fyrir dóminn, játað brot sitt án undandráttar og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins, sem krafðist upptöku amfetamínbasans. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Þá hafi hún krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist yrði dregin frá dæmdri refsingu að fullri dagatölu. Aldrei brotið af sér áður Í dóminum segir að engra gagni hafi notið í málinu um að konan hefði áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Litið yrði til þessa og aldurs konunnar við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar og samvinnu hennar. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að brot konunnar hafi verið stórfellt. Í því sambandi væri einkum horft til verulegs hættueiginleika efnisins, styrkleika þess og magns, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Með vísan til þess og fordæmisgefandi dóms þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin eins árs fangelsisvist. Þá sæti konan upptöku alls amfetamínbasans. Loks segir að konan greiði allan sakarkostnað, 1,7 milljónir króna. Um væri að ræða kostnað vegna magngreiningar og matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands auk þóknunar skipaðs verjanda konunnar á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þyki hæfilega ákveðin, með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmannsins, 1,5 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira